Þriggja ára fangelsi fyrir árás í Laugardal 16. mars 2011 14:33 23 ára gamall maður, Óðinn Freyr Valgeirsson, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal þann ellefta október í fyrra. Maðurinn réðst að stúlkunni á göngustíg með ofbeldi og sló hana ítrekað með hörðu áhaldi í höfuð þannig að af hlaust skurður á hnakka. Hann tók hana hálstaki þrengdi að þar til hún missti meðvitund. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en um mánuður leið áður en maðurinn var handtekinn. Auk skurðsins hlaut stúlkan brot á nærkjúku hægri vísifingurs, mar á hálsi undir kverkum, mar í handarkrika hægra megin og maráverka á vinstri hendi. Óðinn Freyr var einnig dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í bætur auk vaxta og allan sakarkostnað. Maðurinn gekkst undir geðrannsókn og var metinn sakhæfur. Óðinn Freyr játaði við yfirheyrslur að hafa ráðist á stúlkuna en dró þá játningu síðan til baka fyrir dómi. Engu að síður taldi meirihluti dómara nægar sannanir til sakfellingar. Þrír dómarar dæmdu í málinu og skilaði einn þeirra sératkvæði. Sá taldi verulegan vafa leika á því að játning mannsins í lögregluyfirheyrslum hafi verið rétt auk þess sem framburður lykilvitna styðji ekki játningu hans. Tengdar fréttir Hrottinn í Laugardal fundinn Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn, sem var handtekinn í gær, hefur játað að hafa ráðist á 16 ára stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í síðasta mánuði. Að öðru leyti ber hann við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu. 12. nóvember 2010 12:46 Ráðist á unga konu - árásarmanns leitað Ung stúlka, 16 til 17 ára gömul, var flutt á slysadeild á fjórða tímanum í dag eftir að á hana var ráðist. Að sögn lögreglu var um grófa árás að ræða og er árásarmannsins leitað. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er stúlkan í skoðun og frekari upplýsingar eru ekki gefnar að svo stöddu. 11. október 2010 16:07 Hrottinn í Laugardal ófundinn Maður sem um hábjartan dag réðst á sextán ára gamla stúlku að tilefnislausu í Laugardalnum er ófundinn og er málið óupplýst. Stúlkan er á batavegi. Stúlkan var að ganga heim úr skólanum, Fjölbrautaskólanum í Ármúla, og stytti sér leið í gegnum Laugardalinn þegar maðurinn réðst á hana upp úr þurru síðdegis hinn 11. október síðastliðinn. 21. október 2010 12:07 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir hrottanum í Laugardal Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem réðist á stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í október síðastliðnum, sæti gæsluvarðhaldi til 7. janúar 2011. 13. desember 2010 17:26 Árásarmanns enn leitað Mannsins, sem réðst á stúlku í Reykjavík í dag,. er enn leitað. Samkvæmt lýsingu lögreglu er hann um 170 sentimetrar á hæð, skolhærður og meðalmaður að vexti. Hann var í dökkum jakka eða dökkri peysu, í hvítum skóm með rauðum röndum. 11. október 2010 16:59 Laugardalshrottinn ákærður Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega líkamsárás í Laugardal í Reykjavík síðastliðið haust. 1. febrúar 2011 12:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira
23 ára gamall maður, Óðinn Freyr Valgeirsson, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal þann ellefta október í fyrra. Maðurinn réðst að stúlkunni á göngustíg með ofbeldi og sló hana ítrekað með hörðu áhaldi í höfuð þannig að af hlaust skurður á hnakka. Hann tók hana hálstaki þrengdi að þar til hún missti meðvitund. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en um mánuður leið áður en maðurinn var handtekinn. Auk skurðsins hlaut stúlkan brot á nærkjúku hægri vísifingurs, mar á hálsi undir kverkum, mar í handarkrika hægra megin og maráverka á vinstri hendi. Óðinn Freyr var einnig dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í bætur auk vaxta og allan sakarkostnað. Maðurinn gekkst undir geðrannsókn og var metinn sakhæfur. Óðinn Freyr játaði við yfirheyrslur að hafa ráðist á stúlkuna en dró þá játningu síðan til baka fyrir dómi. Engu að síður taldi meirihluti dómara nægar sannanir til sakfellingar. Þrír dómarar dæmdu í málinu og skilaði einn þeirra sératkvæði. Sá taldi verulegan vafa leika á því að játning mannsins í lögregluyfirheyrslum hafi verið rétt auk þess sem framburður lykilvitna styðji ekki játningu hans.
Tengdar fréttir Hrottinn í Laugardal fundinn Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn, sem var handtekinn í gær, hefur játað að hafa ráðist á 16 ára stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í síðasta mánuði. Að öðru leyti ber hann við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu. 12. nóvember 2010 12:46 Ráðist á unga konu - árásarmanns leitað Ung stúlka, 16 til 17 ára gömul, var flutt á slysadeild á fjórða tímanum í dag eftir að á hana var ráðist. Að sögn lögreglu var um grófa árás að ræða og er árásarmannsins leitað. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er stúlkan í skoðun og frekari upplýsingar eru ekki gefnar að svo stöddu. 11. október 2010 16:07 Hrottinn í Laugardal ófundinn Maður sem um hábjartan dag réðst á sextán ára gamla stúlku að tilefnislausu í Laugardalnum er ófundinn og er málið óupplýst. Stúlkan er á batavegi. Stúlkan var að ganga heim úr skólanum, Fjölbrautaskólanum í Ármúla, og stytti sér leið í gegnum Laugardalinn þegar maðurinn réðst á hana upp úr þurru síðdegis hinn 11. október síðastliðinn. 21. október 2010 12:07 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir hrottanum í Laugardal Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem réðist á stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í október síðastliðnum, sæti gæsluvarðhaldi til 7. janúar 2011. 13. desember 2010 17:26 Árásarmanns enn leitað Mannsins, sem réðst á stúlku í Reykjavík í dag,. er enn leitað. Samkvæmt lýsingu lögreglu er hann um 170 sentimetrar á hæð, skolhærður og meðalmaður að vexti. Hann var í dökkum jakka eða dökkri peysu, í hvítum skóm með rauðum röndum. 11. október 2010 16:59 Laugardalshrottinn ákærður Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega líkamsárás í Laugardal í Reykjavík síðastliðið haust. 1. febrúar 2011 12:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira
Hrottinn í Laugardal fundinn Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn, sem var handtekinn í gær, hefur játað að hafa ráðist á 16 ára stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í síðasta mánuði. Að öðru leyti ber hann við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu. 12. nóvember 2010 12:46
Ráðist á unga konu - árásarmanns leitað Ung stúlka, 16 til 17 ára gömul, var flutt á slysadeild á fjórða tímanum í dag eftir að á hana var ráðist. Að sögn lögreglu var um grófa árás að ræða og er árásarmannsins leitað. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er stúlkan í skoðun og frekari upplýsingar eru ekki gefnar að svo stöddu. 11. október 2010 16:07
Hrottinn í Laugardal ófundinn Maður sem um hábjartan dag réðst á sextán ára gamla stúlku að tilefnislausu í Laugardalnum er ófundinn og er málið óupplýst. Stúlkan er á batavegi. Stúlkan var að ganga heim úr skólanum, Fjölbrautaskólanum í Ármúla, og stytti sér leið í gegnum Laugardalinn þegar maðurinn réðst á hana upp úr þurru síðdegis hinn 11. október síðastliðinn. 21. október 2010 12:07
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir hrottanum í Laugardal Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem réðist á stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í október síðastliðnum, sæti gæsluvarðhaldi til 7. janúar 2011. 13. desember 2010 17:26
Árásarmanns enn leitað Mannsins, sem réðst á stúlku í Reykjavík í dag,. er enn leitað. Samkvæmt lýsingu lögreglu er hann um 170 sentimetrar á hæð, skolhærður og meðalmaður að vexti. Hann var í dökkum jakka eða dökkri peysu, í hvítum skóm með rauðum röndum. 11. október 2010 16:59
Laugardalshrottinn ákærður Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega líkamsárás í Laugardal í Reykjavík síðastliðið haust. 1. febrúar 2011 12:15