Þriggja ára fangelsi fyrir árás í Laugardal 16. mars 2011 14:33 23 ára gamall maður, Óðinn Freyr Valgeirsson, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal þann ellefta október í fyrra. Maðurinn réðst að stúlkunni á göngustíg með ofbeldi og sló hana ítrekað með hörðu áhaldi í höfuð þannig að af hlaust skurður á hnakka. Hann tók hana hálstaki þrengdi að þar til hún missti meðvitund. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en um mánuður leið áður en maðurinn var handtekinn. Auk skurðsins hlaut stúlkan brot á nærkjúku hægri vísifingurs, mar á hálsi undir kverkum, mar í handarkrika hægra megin og maráverka á vinstri hendi. Óðinn Freyr var einnig dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í bætur auk vaxta og allan sakarkostnað. Maðurinn gekkst undir geðrannsókn og var metinn sakhæfur. Óðinn Freyr játaði við yfirheyrslur að hafa ráðist á stúlkuna en dró þá játningu síðan til baka fyrir dómi. Engu að síður taldi meirihluti dómara nægar sannanir til sakfellingar. Þrír dómarar dæmdu í málinu og skilaði einn þeirra sératkvæði. Sá taldi verulegan vafa leika á því að játning mannsins í lögregluyfirheyrslum hafi verið rétt auk þess sem framburður lykilvitna styðji ekki játningu hans. Tengdar fréttir Hrottinn í Laugardal fundinn Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn, sem var handtekinn í gær, hefur játað að hafa ráðist á 16 ára stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í síðasta mánuði. Að öðru leyti ber hann við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu. 12. nóvember 2010 12:46 Ráðist á unga konu - árásarmanns leitað Ung stúlka, 16 til 17 ára gömul, var flutt á slysadeild á fjórða tímanum í dag eftir að á hana var ráðist. Að sögn lögreglu var um grófa árás að ræða og er árásarmannsins leitað. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er stúlkan í skoðun og frekari upplýsingar eru ekki gefnar að svo stöddu. 11. október 2010 16:07 Hrottinn í Laugardal ófundinn Maður sem um hábjartan dag réðst á sextán ára gamla stúlku að tilefnislausu í Laugardalnum er ófundinn og er málið óupplýst. Stúlkan er á batavegi. Stúlkan var að ganga heim úr skólanum, Fjölbrautaskólanum í Ármúla, og stytti sér leið í gegnum Laugardalinn þegar maðurinn réðst á hana upp úr þurru síðdegis hinn 11. október síðastliðinn. 21. október 2010 12:07 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir hrottanum í Laugardal Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem réðist á stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í október síðastliðnum, sæti gæsluvarðhaldi til 7. janúar 2011. 13. desember 2010 17:26 Árásarmanns enn leitað Mannsins, sem réðst á stúlku í Reykjavík í dag,. er enn leitað. Samkvæmt lýsingu lögreglu er hann um 170 sentimetrar á hæð, skolhærður og meðalmaður að vexti. Hann var í dökkum jakka eða dökkri peysu, í hvítum skóm með rauðum röndum. 11. október 2010 16:59 Laugardalshrottinn ákærður Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega líkamsárás í Laugardal í Reykjavík síðastliðið haust. 1. febrúar 2011 12:15 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
23 ára gamall maður, Óðinn Freyr Valgeirsson, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal þann ellefta október í fyrra. Maðurinn réðst að stúlkunni á göngustíg með ofbeldi og sló hana ítrekað með hörðu áhaldi í höfuð þannig að af hlaust skurður á hnakka. Hann tók hana hálstaki þrengdi að þar til hún missti meðvitund. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en um mánuður leið áður en maðurinn var handtekinn. Auk skurðsins hlaut stúlkan brot á nærkjúku hægri vísifingurs, mar á hálsi undir kverkum, mar í handarkrika hægra megin og maráverka á vinstri hendi. Óðinn Freyr var einnig dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í bætur auk vaxta og allan sakarkostnað. Maðurinn gekkst undir geðrannsókn og var metinn sakhæfur. Óðinn Freyr játaði við yfirheyrslur að hafa ráðist á stúlkuna en dró þá játningu síðan til baka fyrir dómi. Engu að síður taldi meirihluti dómara nægar sannanir til sakfellingar. Þrír dómarar dæmdu í málinu og skilaði einn þeirra sératkvæði. Sá taldi verulegan vafa leika á því að játning mannsins í lögregluyfirheyrslum hafi verið rétt auk þess sem framburður lykilvitna styðji ekki játningu hans.
Tengdar fréttir Hrottinn í Laugardal fundinn Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn, sem var handtekinn í gær, hefur játað að hafa ráðist á 16 ára stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í síðasta mánuði. Að öðru leyti ber hann við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu. 12. nóvember 2010 12:46 Ráðist á unga konu - árásarmanns leitað Ung stúlka, 16 til 17 ára gömul, var flutt á slysadeild á fjórða tímanum í dag eftir að á hana var ráðist. Að sögn lögreglu var um grófa árás að ræða og er árásarmannsins leitað. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er stúlkan í skoðun og frekari upplýsingar eru ekki gefnar að svo stöddu. 11. október 2010 16:07 Hrottinn í Laugardal ófundinn Maður sem um hábjartan dag réðst á sextán ára gamla stúlku að tilefnislausu í Laugardalnum er ófundinn og er málið óupplýst. Stúlkan er á batavegi. Stúlkan var að ganga heim úr skólanum, Fjölbrautaskólanum í Ármúla, og stytti sér leið í gegnum Laugardalinn þegar maðurinn réðst á hana upp úr þurru síðdegis hinn 11. október síðastliðinn. 21. október 2010 12:07 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir hrottanum í Laugardal Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem réðist á stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í október síðastliðnum, sæti gæsluvarðhaldi til 7. janúar 2011. 13. desember 2010 17:26 Árásarmanns enn leitað Mannsins, sem réðst á stúlku í Reykjavík í dag,. er enn leitað. Samkvæmt lýsingu lögreglu er hann um 170 sentimetrar á hæð, skolhærður og meðalmaður að vexti. Hann var í dökkum jakka eða dökkri peysu, í hvítum skóm með rauðum röndum. 11. október 2010 16:59 Laugardalshrottinn ákærður Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega líkamsárás í Laugardal í Reykjavík síðastliðið haust. 1. febrúar 2011 12:15 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Hrottinn í Laugardal fundinn Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn, sem var handtekinn í gær, hefur játað að hafa ráðist á 16 ára stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í síðasta mánuði. Að öðru leyti ber hann við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu. 12. nóvember 2010 12:46
Ráðist á unga konu - árásarmanns leitað Ung stúlka, 16 til 17 ára gömul, var flutt á slysadeild á fjórða tímanum í dag eftir að á hana var ráðist. Að sögn lögreglu var um grófa árás að ræða og er árásarmannsins leitað. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er stúlkan í skoðun og frekari upplýsingar eru ekki gefnar að svo stöddu. 11. október 2010 16:07
Hrottinn í Laugardal ófundinn Maður sem um hábjartan dag réðst á sextán ára gamla stúlku að tilefnislausu í Laugardalnum er ófundinn og er málið óupplýst. Stúlkan er á batavegi. Stúlkan var að ganga heim úr skólanum, Fjölbrautaskólanum í Ármúla, og stytti sér leið í gegnum Laugardalinn þegar maðurinn réðst á hana upp úr þurru síðdegis hinn 11. október síðastliðinn. 21. október 2010 12:07
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir hrottanum í Laugardal Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem réðist á stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í október síðastliðnum, sæti gæsluvarðhaldi til 7. janúar 2011. 13. desember 2010 17:26
Árásarmanns enn leitað Mannsins, sem réðst á stúlku í Reykjavík í dag,. er enn leitað. Samkvæmt lýsingu lögreglu er hann um 170 sentimetrar á hæð, skolhærður og meðalmaður að vexti. Hann var í dökkum jakka eða dökkri peysu, í hvítum skóm með rauðum röndum. 11. október 2010 16:59
Laugardalshrottinn ákærður Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega líkamsárás í Laugardal í Reykjavík síðastliðið haust. 1. febrúar 2011 12:15