Eiginkonan handtekin Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. október 2010 03:15 Innan veggja þessa fangelsis dvelst friðarverðlaunahafi Nóbels, Liu Xiaobo, og hefur afplánað tæp tvö ár af ellefu ára fangelsisdómi. fréttablaðið/AP Kína Liu Xia, eiginkona Liu Xiaobo, var augljóslega höfð í haldi í íbúð sinni í Peking í gær, eftir að hún hafði hitt eiginmann sinn í fangelsi. Hún fær hvorki að hitta fjölmiðlafólk né vini sína. Fréttir bárust af því að tugir menntamanna hefðu einnig verið settir í stofufangelsi eða orðið fyrir öðru áreiti af hálfu stjórnvalda um helgina, eftir að ljóst varð að Liu Xiaobo fengi Nóbelsverðlaunin. Liu Xia segir að eiginmaður sinn hafi þegar verið búinn að fá fréttir af ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar þegar hún kom til hans í fangelsið. „Bræður, ég er komin til baka,“ skrifaði Liu Xia á Twitter-síðu sína í gær. „Hitti Xiaobo. Hann fékk fréttina af verðlaununum í fangelsinu aðfaranótt hins niunda.“ Wang Jinbo, nánur vinur þeirra og félagi þeirra í andspyrnunni, staðfesti frásögn hennar á Twitter. Hann fullyrðir að Liu Xiaobo hafi sagt eiginkonu sinni, með tárin í augunum, að hann tileinkaði Nóbelsverðlaun sín þeim sem létu lífið þegar kínversk stjórnvöld siguðu hernum á Torg hins himneska friðar hinn 4. júní 1989, þar sem fjölmennur hópur ungs fólks krafðist lýðræðisumbóta. Liu Xia reyndi strax á föstudag, eftir að norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni, að fá að heimsækja eiginmann sinn í Jinzhou-fangelsinu í Liaoning-héraði, sem er í fimm hundruð kílómetra fjarlægð norður af höfuðborginni Peking, þar sem hún býr. Hún fékk þó ekki að hitta hann fyrr en í gær. Kínversk stjórnvöld brugðust ókvæða við þegar norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði ákvörðunina Nóbelsnefndinni til skammar og hótaði því að samskiptin við Noreg myndu versna. Nóbelsverðlaun Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira
Kína Liu Xia, eiginkona Liu Xiaobo, var augljóslega höfð í haldi í íbúð sinni í Peking í gær, eftir að hún hafði hitt eiginmann sinn í fangelsi. Hún fær hvorki að hitta fjölmiðlafólk né vini sína. Fréttir bárust af því að tugir menntamanna hefðu einnig verið settir í stofufangelsi eða orðið fyrir öðru áreiti af hálfu stjórnvalda um helgina, eftir að ljóst varð að Liu Xiaobo fengi Nóbelsverðlaunin. Liu Xia segir að eiginmaður sinn hafi þegar verið búinn að fá fréttir af ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar þegar hún kom til hans í fangelsið. „Bræður, ég er komin til baka,“ skrifaði Liu Xia á Twitter-síðu sína í gær. „Hitti Xiaobo. Hann fékk fréttina af verðlaununum í fangelsinu aðfaranótt hins niunda.“ Wang Jinbo, nánur vinur þeirra og félagi þeirra í andspyrnunni, staðfesti frásögn hennar á Twitter. Hann fullyrðir að Liu Xiaobo hafi sagt eiginkonu sinni, með tárin í augunum, að hann tileinkaði Nóbelsverðlaun sín þeim sem létu lífið þegar kínversk stjórnvöld siguðu hernum á Torg hins himneska friðar hinn 4. júní 1989, þar sem fjölmennur hópur ungs fólks krafðist lýðræðisumbóta. Liu Xia reyndi strax á föstudag, eftir að norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni, að fá að heimsækja eiginmann sinn í Jinzhou-fangelsinu í Liaoning-héraði, sem er í fimm hundruð kílómetra fjarlægð norður af höfuðborginni Peking, þar sem hún býr. Hún fékk þó ekki að hitta hann fyrr en í gær. Kínversk stjórnvöld brugðust ókvæða við þegar norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði ákvörðunina Nóbelsnefndinni til skammar og hótaði því að samskiptin við Noreg myndu versna.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira