Enski boltinn

Fékk rauða spjaldið og reyndi því að keyra á dómarann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er aldrei gaman að fá rauða spjaldið. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Það er aldrei gaman að fá rauða spjaldið. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Menn taka því misvel að fá rauða spjaldið í leik en enski utandeildarleikmaðurinn Joseph Rimmer hefur sett ný viðmið í þeim efnum. Hann reyndi að keyra á dómarann í bókstaflegri merkingu eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið.

"Ef þú sendir mig af velli þá veistu hvað gerist," sagði Rimmer við David Harkness dómara er Harkness gerði sig líklegan til að lyfta rauða spjaldinu. "Ég mun keyra á þig."

Í sömu svipan og Harkness lyfti spjaldinu var Rimmer farinn af velli.

Hann var ekki að hafa fyrir því að fara í sturtu heldur stökk hann beint upp í Range Rover-bifreið sína, reykspólaði inn á grasvöllinn og reyndi að keyra á Harkness.

Það tókst ekki en litlu munaði að hann keyrði á marga aðra í áganginum.

Rimmer hefur verið sendur í fangelsi í hálft ár vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×