Helmingslíkur á að við vinnum þennan leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. september 2010 08:00 Heiðar Helguson á landsliðsæfingu í gær. Fréttablaðið/Anton Undankeppni EM 2012 hefst í dag. Fyrsti mótherji Íslands í keppninni er kunnuglegur en frændur vorir Norðmenn sækja okkur heim á Laugardalsvöllinn í kvöld. Ísland og Noregur voru einnig saman í riðli í síðustu undankeppni og þá enduðu báðir leikirnir með jafntefli. Báðir leikirnir voru ágætlega leiknir af hálfu íslenska liðsins „Bæði þessi lið eru líkamlega sterk og ég geri ráð fyrir miklum átakaleik. Fyrir fram mætti kannski segja að það væru 60 prósent líkur á sigri Noregs. Þar sem við erum á heimavelli jafnast líkurnar og ég tel okkur eiga helmingsmöguleika á því að vinna þennan leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í gær en hann er að stýra liðinu í sinni annarri undankeppni. „Það eru margir ungir leikmenn í liðinu að þessu sinni. Einhverjir þeirra munu byrja leikinn en ég hef ekki ákveðið hverjir það verða,“ sagði Ólafur sem mun væntanlega tilkynna byrjunarlið sitt í hádeginu í dag. Hann sagði það vera ljóst að einhverjar breytingar yrðu á liðinu og meðalaldurinn lægri en oft áður. Eiður Smári spilaði mjög vel í báðum leikjunum gegn Noregi í síðustu undankeppni en hann verður fjarri góðu gamni í kvöld þar sem landsliðsþjálfarinn gaf honum frí til þess að finna sér nýtt félag. „Auðvitað söknum við Eiðs Smára enda er hann okkar sterkasti leikmaður.“ Ólafur segir að það eigi ekkert að koma liðunum á óvart í leik hvorum annars. Þau þekkist vel eftir að hafa mæst í síðustu undankeppni. „Það eina sem gæti komið þeim á óvart er að við verðum með einhverja yngri stráka sem þeir þekkja ekki of vel. Þeir gætu tekið boltann á hælinn og boðið upp á einhverja stæla sem kæmu Norðmönnum á óvart,“ sagði Ólafur. Helsti styrkleiki beggja liða eru föstu leikatriðin. Norðmenn munu sakna stóra framherjans John Carew í kvöld en hann er frá að þessu sinni. „Carew er hættulegur í föstum leikatriðum enda frábær skallamaður. Það er því ágætt að vera laus við hann,“ sagði Ólafur. „Bæði lið eru líkamlega sterk og spila ekki beint brasilískan fótbolta. Við stöndum vel að vígi þar og erum tilbúnir í líkamlegan leik gegn Norðmönnum. Til þess að vinna leikinn þurfum við að vera á fullu allan leikinn og gefa okkur í verkefnið.“ Íslenski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Undankeppni EM 2012 hefst í dag. Fyrsti mótherji Íslands í keppninni er kunnuglegur en frændur vorir Norðmenn sækja okkur heim á Laugardalsvöllinn í kvöld. Ísland og Noregur voru einnig saman í riðli í síðustu undankeppni og þá enduðu báðir leikirnir með jafntefli. Báðir leikirnir voru ágætlega leiknir af hálfu íslenska liðsins „Bæði þessi lið eru líkamlega sterk og ég geri ráð fyrir miklum átakaleik. Fyrir fram mætti kannski segja að það væru 60 prósent líkur á sigri Noregs. Þar sem við erum á heimavelli jafnast líkurnar og ég tel okkur eiga helmingsmöguleika á því að vinna þennan leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í gær en hann er að stýra liðinu í sinni annarri undankeppni. „Það eru margir ungir leikmenn í liðinu að þessu sinni. Einhverjir þeirra munu byrja leikinn en ég hef ekki ákveðið hverjir það verða,“ sagði Ólafur sem mun væntanlega tilkynna byrjunarlið sitt í hádeginu í dag. Hann sagði það vera ljóst að einhverjar breytingar yrðu á liðinu og meðalaldurinn lægri en oft áður. Eiður Smári spilaði mjög vel í báðum leikjunum gegn Noregi í síðustu undankeppni en hann verður fjarri góðu gamni í kvöld þar sem landsliðsþjálfarinn gaf honum frí til þess að finna sér nýtt félag. „Auðvitað söknum við Eiðs Smára enda er hann okkar sterkasti leikmaður.“ Ólafur segir að það eigi ekkert að koma liðunum á óvart í leik hvorum annars. Þau þekkist vel eftir að hafa mæst í síðustu undankeppni. „Það eina sem gæti komið þeim á óvart er að við verðum með einhverja yngri stráka sem þeir þekkja ekki of vel. Þeir gætu tekið boltann á hælinn og boðið upp á einhverja stæla sem kæmu Norðmönnum á óvart,“ sagði Ólafur. Helsti styrkleiki beggja liða eru föstu leikatriðin. Norðmenn munu sakna stóra framherjans John Carew í kvöld en hann er frá að þessu sinni. „Carew er hættulegur í föstum leikatriðum enda frábær skallamaður. Það er því ágætt að vera laus við hann,“ sagði Ólafur. „Bæði lið eru líkamlega sterk og spila ekki beint brasilískan fótbolta. Við stöndum vel að vígi þar og erum tilbúnir í líkamlegan leik gegn Norðmönnum. Til þess að vinna leikinn þurfum við að vera á fullu allan leikinn og gefa okkur í verkefnið.“
Íslenski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira