Gott jafntefli Blika og liðið komst áfram í Meistaradeildinni Hjalti Þór Hreinsson á Kópavogsvelli skrifar 10. ágúst 2010 17:36 Blikastúlkur fagna marki í dag. Fréttablaðið/Anton Breiðablik er komið áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn franska liðinu Juvisy á Kópavogsvelli. Lokatölur voru 3-3 en franska liðið náði efsta sæti riðilsins. Tvö lið úr riðlunum sjö með bestan árangur í öðru sæti komast einnig áfram með sigurvegurum riðlanna og eru Blikar eina liðið með sjö stig. Það tryggir að liðið kemst áfram. Dregið verður 19. ágúst. Það var þó með ólíkindum að franska liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik. Það stýrði leiknum algjörlega og fékk urmul færa sem það náði ekki að nýta. Í fyrsta færinu sluppu þær einar í gegn en brenndu af þegar aðeins markmaður Blika, Katherine Loomis, var eftir. Mjög illa farið með gott færi en fram að því hafði lítið gerst í leiknum. Franska liðið pressaði hátt á vellinum og Blikar áttu aðeins eitt skot að marki í fyrri hálfleik, en það varð að marki. Eftir aukaspyrnu frá Gretu Mjöll Samúelsdóttur á miðjum velli brást rangstöðugildra franska liðsins illa, þær hlupu allar út og ætluðu að grípa sóknarmenn Blika í bólinu. Það tókst ekki og fjórir Blikar voru einir í vítateignum með markmanninum. Sara Björk Gunnarsdóttir renndi boltanum á Hörpu Þorsteinsdóttur sem setti boltann í tómt markið. Franska liðið fékk tvö dauðafæri til viðbótar í hálfleiknum, í bæði skiptin eftir slæm mistök í vörn Blika. Fyrst skoppaði boltinn fyrir framan leikmann Juvisy sem skaut yfir og næst sluppu þær aftur einar í gegn en skutu framhjá úr algjöru dauðafæri. Staðan 1-0 í hálfleik og þjálfari Blika, Jóhannes Karl Sigursteinsson klappaði fyrir stelpunum sínum á leið inn í hálfleikinn. Franska liðið byrjaði síðari hálfleikinn eins og það lauk þeim fyrri, með dauðafæri sem fór í súginn. Sóknarmaður þeirra hitti þá ekki boltann í teignum í góðu færi. En franska liðið sýndi styrk sinn með tveimur mörkum á skömmum tíma. Fyrst skoraði Julie Machard með skoti undir Loomis sem gerði sig svo seka um skelfileg mistök þegar hún missti fyrirgjöf framhjá sér og Coquet renndi boltanum í tómt markið. Afar klaufalegt. Enn klaufalegra var jöfnunarmark Blika sem var sjálfsmark. Hár bolti kom inn í teiginn og enginn Bliki var nálægt boltanum. Varnarmaðurinn Manon Pourtalet skallaði þá boltann í eigið net en markmaðurinn var á leiðinni út í boltann. Skrautlegt sjálfsmark og staðan jöfn 20 mínútum fyrir leikslok. Aðeins þremur mínútum síðar komst franska liðið aftur yfir með skalla eftir hornspyrnu en eftir undirbúning Gretu skoraði Berglind jöfnunarmarkið aðeins sjö mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fjaraði svo út og Blikar geta vel við unað að ná jafntefli í leik þar sem franska liðið var með tögl og haldir nánast allan tímann.Breiðablik-Juvisy 3-3 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (18.) 1-1 Julie Machard (56) 1-2 Amelie Coquet (63.) 2-2 Manon Pourtalet, sjálfsmark (70. ) 2-3 Virginie Mendes 3-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (84.)Skot (á mark): 5 (4) - 18 (8)Varin skot: 2-0Horn: 6-4Aukaspyrnur fengnar: 9-16Rangstöður: 1-3Lið Breiðabliks: Katherine Loomis Hlín Gunnlaugsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (51. Berglind Þorvaldsdóttir) Maura Q Ryan Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Breiðablik er komið áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn franska liðinu Juvisy á Kópavogsvelli. Lokatölur voru 3-3 en franska liðið náði efsta sæti riðilsins. Tvö lið úr riðlunum sjö með bestan árangur í öðru sæti komast einnig áfram með sigurvegurum riðlanna og eru Blikar eina liðið með sjö stig. Það tryggir að liðið kemst áfram. Dregið verður 19. ágúst. Það var þó með ólíkindum að franska liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik. Það stýrði leiknum algjörlega og fékk urmul færa sem það náði ekki að nýta. Í fyrsta færinu sluppu þær einar í gegn en brenndu af þegar aðeins markmaður Blika, Katherine Loomis, var eftir. Mjög illa farið með gott færi en fram að því hafði lítið gerst í leiknum. Franska liðið pressaði hátt á vellinum og Blikar áttu aðeins eitt skot að marki í fyrri hálfleik, en það varð að marki. Eftir aukaspyrnu frá Gretu Mjöll Samúelsdóttur á miðjum velli brást rangstöðugildra franska liðsins illa, þær hlupu allar út og ætluðu að grípa sóknarmenn Blika í bólinu. Það tókst ekki og fjórir Blikar voru einir í vítateignum með markmanninum. Sara Björk Gunnarsdóttir renndi boltanum á Hörpu Þorsteinsdóttur sem setti boltann í tómt markið. Franska liðið fékk tvö dauðafæri til viðbótar í hálfleiknum, í bæði skiptin eftir slæm mistök í vörn Blika. Fyrst skoppaði boltinn fyrir framan leikmann Juvisy sem skaut yfir og næst sluppu þær aftur einar í gegn en skutu framhjá úr algjöru dauðafæri. Staðan 1-0 í hálfleik og þjálfari Blika, Jóhannes Karl Sigursteinsson klappaði fyrir stelpunum sínum á leið inn í hálfleikinn. Franska liðið byrjaði síðari hálfleikinn eins og það lauk þeim fyrri, með dauðafæri sem fór í súginn. Sóknarmaður þeirra hitti þá ekki boltann í teignum í góðu færi. En franska liðið sýndi styrk sinn með tveimur mörkum á skömmum tíma. Fyrst skoraði Julie Machard með skoti undir Loomis sem gerði sig svo seka um skelfileg mistök þegar hún missti fyrirgjöf framhjá sér og Coquet renndi boltanum í tómt markið. Afar klaufalegt. Enn klaufalegra var jöfnunarmark Blika sem var sjálfsmark. Hár bolti kom inn í teiginn og enginn Bliki var nálægt boltanum. Varnarmaðurinn Manon Pourtalet skallaði þá boltann í eigið net en markmaðurinn var á leiðinni út í boltann. Skrautlegt sjálfsmark og staðan jöfn 20 mínútum fyrir leikslok. Aðeins þremur mínútum síðar komst franska liðið aftur yfir með skalla eftir hornspyrnu en eftir undirbúning Gretu skoraði Berglind jöfnunarmarkið aðeins sjö mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fjaraði svo út og Blikar geta vel við unað að ná jafntefli í leik þar sem franska liðið var með tögl og haldir nánast allan tímann.Breiðablik-Juvisy 3-3 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (18.) 1-1 Julie Machard (56) 1-2 Amelie Coquet (63.) 2-2 Manon Pourtalet, sjálfsmark (70. ) 2-3 Virginie Mendes 3-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (84.)Skot (á mark): 5 (4) - 18 (8)Varin skot: 2-0Horn: 6-4Aukaspyrnur fengnar: 9-16Rangstöður: 1-3Lið Breiðabliks: Katherine Loomis Hlín Gunnlaugsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (51. Berglind Þorvaldsdóttir) Maura Q Ryan
Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira