Gott jafntefli Blika og liðið komst áfram í Meistaradeildinni Hjalti Þór Hreinsson á Kópavogsvelli skrifar 10. ágúst 2010 17:36 Blikastúlkur fagna marki í dag. Fréttablaðið/Anton Breiðablik er komið áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn franska liðinu Juvisy á Kópavogsvelli. Lokatölur voru 3-3 en franska liðið náði efsta sæti riðilsins. Tvö lið úr riðlunum sjö með bestan árangur í öðru sæti komast einnig áfram með sigurvegurum riðlanna og eru Blikar eina liðið með sjö stig. Það tryggir að liðið kemst áfram. Dregið verður 19. ágúst. Það var þó með ólíkindum að franska liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik. Það stýrði leiknum algjörlega og fékk urmul færa sem það náði ekki að nýta. Í fyrsta færinu sluppu þær einar í gegn en brenndu af þegar aðeins markmaður Blika, Katherine Loomis, var eftir. Mjög illa farið með gott færi en fram að því hafði lítið gerst í leiknum. Franska liðið pressaði hátt á vellinum og Blikar áttu aðeins eitt skot að marki í fyrri hálfleik, en það varð að marki. Eftir aukaspyrnu frá Gretu Mjöll Samúelsdóttur á miðjum velli brást rangstöðugildra franska liðsins illa, þær hlupu allar út og ætluðu að grípa sóknarmenn Blika í bólinu. Það tókst ekki og fjórir Blikar voru einir í vítateignum með markmanninum. Sara Björk Gunnarsdóttir renndi boltanum á Hörpu Þorsteinsdóttur sem setti boltann í tómt markið. Franska liðið fékk tvö dauðafæri til viðbótar í hálfleiknum, í bæði skiptin eftir slæm mistök í vörn Blika. Fyrst skoppaði boltinn fyrir framan leikmann Juvisy sem skaut yfir og næst sluppu þær aftur einar í gegn en skutu framhjá úr algjöru dauðafæri. Staðan 1-0 í hálfleik og þjálfari Blika, Jóhannes Karl Sigursteinsson klappaði fyrir stelpunum sínum á leið inn í hálfleikinn. Franska liðið byrjaði síðari hálfleikinn eins og það lauk þeim fyrri, með dauðafæri sem fór í súginn. Sóknarmaður þeirra hitti þá ekki boltann í teignum í góðu færi. En franska liðið sýndi styrk sinn með tveimur mörkum á skömmum tíma. Fyrst skoraði Julie Machard með skoti undir Loomis sem gerði sig svo seka um skelfileg mistök þegar hún missti fyrirgjöf framhjá sér og Coquet renndi boltanum í tómt markið. Afar klaufalegt. Enn klaufalegra var jöfnunarmark Blika sem var sjálfsmark. Hár bolti kom inn í teiginn og enginn Bliki var nálægt boltanum. Varnarmaðurinn Manon Pourtalet skallaði þá boltann í eigið net en markmaðurinn var á leiðinni út í boltann. Skrautlegt sjálfsmark og staðan jöfn 20 mínútum fyrir leikslok. Aðeins þremur mínútum síðar komst franska liðið aftur yfir með skalla eftir hornspyrnu en eftir undirbúning Gretu skoraði Berglind jöfnunarmarkið aðeins sjö mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fjaraði svo út og Blikar geta vel við unað að ná jafntefli í leik þar sem franska liðið var með tögl og haldir nánast allan tímann.Breiðablik-Juvisy 3-3 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (18.) 1-1 Julie Machard (56) 1-2 Amelie Coquet (63.) 2-2 Manon Pourtalet, sjálfsmark (70. ) 2-3 Virginie Mendes 3-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (84.)Skot (á mark): 5 (4) - 18 (8)Varin skot: 2-0Horn: 6-4Aukaspyrnur fengnar: 9-16Rangstöður: 1-3Lið Breiðabliks: Katherine Loomis Hlín Gunnlaugsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (51. Berglind Þorvaldsdóttir) Maura Q Ryan Íslenski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Breiðablik er komið áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn franska liðinu Juvisy á Kópavogsvelli. Lokatölur voru 3-3 en franska liðið náði efsta sæti riðilsins. Tvö lið úr riðlunum sjö með bestan árangur í öðru sæti komast einnig áfram með sigurvegurum riðlanna og eru Blikar eina liðið með sjö stig. Það tryggir að liðið kemst áfram. Dregið verður 19. ágúst. Það var þó með ólíkindum að franska liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik. Það stýrði leiknum algjörlega og fékk urmul færa sem það náði ekki að nýta. Í fyrsta færinu sluppu þær einar í gegn en brenndu af þegar aðeins markmaður Blika, Katherine Loomis, var eftir. Mjög illa farið með gott færi en fram að því hafði lítið gerst í leiknum. Franska liðið pressaði hátt á vellinum og Blikar áttu aðeins eitt skot að marki í fyrri hálfleik, en það varð að marki. Eftir aukaspyrnu frá Gretu Mjöll Samúelsdóttur á miðjum velli brást rangstöðugildra franska liðsins illa, þær hlupu allar út og ætluðu að grípa sóknarmenn Blika í bólinu. Það tókst ekki og fjórir Blikar voru einir í vítateignum með markmanninum. Sara Björk Gunnarsdóttir renndi boltanum á Hörpu Þorsteinsdóttur sem setti boltann í tómt markið. Franska liðið fékk tvö dauðafæri til viðbótar í hálfleiknum, í bæði skiptin eftir slæm mistök í vörn Blika. Fyrst skoppaði boltinn fyrir framan leikmann Juvisy sem skaut yfir og næst sluppu þær aftur einar í gegn en skutu framhjá úr algjöru dauðafæri. Staðan 1-0 í hálfleik og þjálfari Blika, Jóhannes Karl Sigursteinsson klappaði fyrir stelpunum sínum á leið inn í hálfleikinn. Franska liðið byrjaði síðari hálfleikinn eins og það lauk þeim fyrri, með dauðafæri sem fór í súginn. Sóknarmaður þeirra hitti þá ekki boltann í teignum í góðu færi. En franska liðið sýndi styrk sinn með tveimur mörkum á skömmum tíma. Fyrst skoraði Julie Machard með skoti undir Loomis sem gerði sig svo seka um skelfileg mistök þegar hún missti fyrirgjöf framhjá sér og Coquet renndi boltanum í tómt markið. Afar klaufalegt. Enn klaufalegra var jöfnunarmark Blika sem var sjálfsmark. Hár bolti kom inn í teiginn og enginn Bliki var nálægt boltanum. Varnarmaðurinn Manon Pourtalet skallaði þá boltann í eigið net en markmaðurinn var á leiðinni út í boltann. Skrautlegt sjálfsmark og staðan jöfn 20 mínútum fyrir leikslok. Aðeins þremur mínútum síðar komst franska liðið aftur yfir með skalla eftir hornspyrnu en eftir undirbúning Gretu skoraði Berglind jöfnunarmarkið aðeins sjö mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fjaraði svo út og Blikar geta vel við unað að ná jafntefli í leik þar sem franska liðið var með tögl og haldir nánast allan tímann.Breiðablik-Juvisy 3-3 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (18.) 1-1 Julie Machard (56) 1-2 Amelie Coquet (63.) 2-2 Manon Pourtalet, sjálfsmark (70. ) 2-3 Virginie Mendes 3-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (84.)Skot (á mark): 5 (4) - 18 (8)Varin skot: 2-0Horn: 6-4Aukaspyrnur fengnar: 9-16Rangstöður: 1-3Lið Breiðabliks: Katherine Loomis Hlín Gunnlaugsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (51. Berglind Þorvaldsdóttir) Maura Q Ryan
Íslenski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira