Það er sungið um sápukúlur á Upton Park þessa stundina og það þagnar eflaust ekkert í West Ham í kvöld. Hamrarnir björguðu sér frá falli með 3-2 sigri á Wigan á meðan Hull tapaði fyrir Sunderland og er þar með fallið.
Hull getur reyndar bjargað sér með því að skora yfir 20 mörk í leikjunum sem það á eftir. Það mun þó ekki gerast og West Ham er öruggt um sæti í deildinni á næsta tímabili eftir skrautlegt tímabil.
Hull fellur þar með ásamt Burnley og Portsmouth.
Það var besti maður West Ham á tímabilinu, Scott Parker, sem tryggði liðinu sigur í dag. Hann skoraði sigurmarkið og varði síðan á línu undir lokin. Darren Bent hjálpaði líka Hömrunum með því að skora sigurmark Sunderland gegn Hull.
Spéfuglinn Jimmy Bullard brenndi af víti í leiknum.
West Ham 3-2 Wigan
0-1 Jonathan Spector - sjálfsmark (4.)
1-1. A. Ilan (31.)
2-1 Radoslav Kovac (45.)
2-2 Hugo Rodallega (52.)
3-2 Scott Parker (77.)
Bolton 2-2 Portsmouth
1-0 Ivan Klasnic (26þ)
2-0 Kevin Davies (28.)
2-1 A. Dindane (54.)
2-2 A. Dindane (68.)
Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton.
Hermann Hreiðarsson lék ekki með Portsmouth vegna meiðsla.
Hull 0-1 Sunderland
0-1 Darren Bent (7.)
Wolves 1-1 Blackburn
0-1 Ryan Nelsen (28.)
1-1 S. Ebans-Blake (81.)