Erlent

Innkallar meira en milljón bíla

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur ákveðið að innkalla 1,53 milljónir bifreiða vegna galla. 740 þúsund þessara bifreiða eru í Japan, 599 þúsund í Bandaríkjunum, en hinar í Evrópuríkjum og víðar um heim.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Toyota hefur þurft að innkalla seldar bifreiðar vegna galla, en undanfarið ár hefur fyrirtækið kallað inn meira en tíu milljónir bifreiða.

Gallarnir núna tengjast bremsu­vökva og eldsneytisdælu.- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×