Það er vænlegra til árangurs að nota munntóbak til að hætta að reykja en nikótín tyggigúmmí eða aðrar nikótínvörur, samkvæmt nýrri norskri rannsókn.
Karl Erik Lund leiddi rannsókn á þessum þáttum við Statens Institutt for Rusmiddelfoskning sem á íslensku gæti kallast því þjála nafni Vímugjafarannsóknarstofa ríkisins.
Samkvæmt þessari rannsókn eru 2,5 sinnum meiri líkur á að fólki takist að hætta að reykja ef það notar munntóbak en ef það notar nikótíntyggjó.
Samkvæmt sænskri rannsókn er munntóbak mun minna skaðlegt en sígarettur.