Erlent

Flugumferð í eðlilegt horf á fimmtudaginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir að flugumferð komist í eðlilegt horf á fimmtudaginn. Mynd/ AFP.
Gert er ráð fyrir að flugumferð komist í eðlilegt horf á fimmtudaginn. Mynd/ AFP.
Gera má ráð fyrir að flugumferð geti verið komið í eðlilegt horf á fimmtudaginn eftir gríðarlega röskun frá því í síðustu viku. Þetta er mat Loftferðaeftirlits Evrópu, eða Eurocontrol, að því er AFP greinir frá.

„Ef heldur sem horfir og eldfjallið dreifir ekki ösku til Evrópu mun gangurinn verða orðinn eðlilegur á fimmtudag," segir Bo Redeborn, forstjóri Eurocontrol, við AFP.

Evrópusambandið ákvað fyrr í kvöld að draga úr því flugbanni sem sett hafði verið á vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Flugumferð mun því aukast í Evrópu á næstu dögum.

Askan úr Eyjafjallajökli dreif ekki eins hátt upp í loftið í dag og hún hefur gert undanfarna daga. Hún fór þrjá kílómetra upp í loftið en náði upp í átta kílómetra hæð um helgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×