Bandaríkjamenn falla fyrir teboðinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. október 2010 04:00 Slagorðin vantar ekki á kosningaspjöldin þegar Teboðshreyfingin heldur fundi. Nordicphotos/AFP Örlög demókrata virðast þegar ráðin fyrir þingkosningarnar í næstu viku. Repúblikanar njóta mikils meðbyrs, og þakka það ekki síst hinni umdeildu Teboðshreyfingu, sem hefur vakið athygli fyrir skrautlegan málflutning á köflum. Ljóst þykir að bandarískir demókratar muni missa töluvert af þingsætum í kosningunum, sem haldnar verða á þriðjudaginn í næstu viku. Spurningin snýst nú orðið eingöngu um það hversu stór sigur repúblikana verður, og munar þá mestu um hvort repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeild eins og nú virðast horfur á, eða jafnvel báðum deildum Bandaríkjaþings, sem mögulegt virðist. Velgengni repúblikana í skoðanakönnunum er að stórum hluta byggð á vinsældum Teboðshreyfingarinnar svonefndu, sem hefur verið áberandi í bandarískri stjórnmálaumræðu síðustu misserin. Teboðshreyfingin þykir þó á köflum öfgakennd í málflutningi, svo hófsamir repúblikanar óttast sigurgöngu hennar ekkert síður en demókratar. Sérstaklega hafa margvísleg ummæli frambjóðanda hreyfingarinnar til öldungadeildarþingsætis fyrir Delaware vakið furðu. Hún hefur til dæmis fullyrt að þróunarkenningin sé goðsögn: „Hvers vegna eru apar þá ekki enn að þróast í menn?" spurði hún. Einnig hélt hún því fram að bandarískir vísindamenn væru að rækta saman menn og dýr með þeim árangri að á rannsóknarstofum þeirra væru nú til „mýs með fullvirka mannsheila". Þá hefur hún lagt mikla áherslu á nauðsyn skírlífis og telur frjálsræði í kynferðismálum hafa haft skelfilegar afleiðingar: „Við fengum kynlífsbyltinguna á sjöunda áratugnum og nú er fólk að deyja úr alnæmi," sagði hún eitt sinn. Við sama tækifæri sagði hún aðskilnað kristni og skólastarfs hafa haft skelfilegar afleiðingar: „Við fjarlægðum Biblíuna og bænahald úr almenningsskólum, og nú er verið að skjóta á fólk í hverri viku."Smellið til að sjá myndina stærri.Þetta eru kannski öfgakenndustu dæmin, en samkvæmt skoðanakönnunum eru áherslur stuðningsmanna hreyfingarinnar dálítið langt úti á jaðri stjórnmálanna. Þannig er yfirgnæfandi meirihluti þeirra til dæmis á móti auknum réttindum samkynhneigðra. Þeir eru einnig almennt andvígir miklum samskiptum stjórnvalda við múslimaríki og þeir vilja sýna innflytjendum fulla hörku.Þekktasti málsvari Teboðshreyfingarinnar er Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska, sem John McCain fékk til að vera varaforsetaefni hans í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Hún er ekki í framboði nú, en heldur áfram að vekja athygli á hreyfingunni með afdráttarlausum yfirlýsingum af ýmsu tagi. Demókratar vonuðust reyndar lengi vel til þess að öfgar Teboðshreyfingarinnar yrðu til þess að fæla kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Sú þróun myndi þá vinna á móti óánægju Bandaríkjamanna með Demókrataflokkinn, nú þegar Barack Obama hefur glímt í tvö ár með misjöfnum árangri við bæði erfiða efnahagskreppu og óvinsæla hernaðararfleifð fyrri stjórnar Repúblikanaflokksins. Sú virðist þó ekki ætla að verða raunin. Sigurganga repúblikana með Teboðshreyfinguna í fararbroddi fer ekki framhjá neinum lengur.Sarah Palin er einn forsprakka Teboðshreyfingarinnar.Teboðshreyfingin nýja Nýja teboðshreyfingin fór af stað með látum snemma árs 2009 og efndi til mótmæla gegn ríkisstjórn Baracks Obama víða um Bandaríkin. Hún á sér þó rætur í sams konar mótmælum sem efnt hefur verið til nokkuð reglulega síðustu áratugina þar í landi. Boðskapurinn er einfaldur: skattar eru ranglátir, ríkisútgjöldum á að halda í lágmarki. Við þetta bætast ýmsar kristilegar áherslur, misjafnlega sérvitringslegar. Uppistaðan í hreyfingunni er laustengdir einstaklingar yst til hægri í Repúblikanaflokknum, með dyggum stuðningi fjársterkra repúblikana.Fræg mynd af atburðinum í Boston eftir Nathaniel Currier.Teboðið í Boston 1773 Teboðshreyfingin er nefnd eftir „teboðinu í Boston", sögufrægri mótmælaaðgerð sem átti sér stað í desember árið 1773, þremur árum áður en Bandaríkjamenn sögðu skilið við Bretland og stofnuðu sjálfstætt ríki. Hópur manna réðst um borð í þrjú skip frá Bretlandi, sem lágu í höfninni í Boston, og eyðilögðu þar þrjá heila skipsfarma af tei með því að henda því í höfnina. Með þessu vildu þeir mótmæla skattlagningu breska konungsins á te, sem flutt var frá breskum nýlendum í Austurlöndum til Bretlands og þaðan aftur til Bandaríkjanna. Bandaríkjamönnum þótti ranglátt að þurfa að greiða þennan skatt, og mótmælin í Boston urðu til þess að efla sjálfstæðishreyfingu þeirra. Skroll-Fréttir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Örlög demókrata virðast þegar ráðin fyrir þingkosningarnar í næstu viku. Repúblikanar njóta mikils meðbyrs, og þakka það ekki síst hinni umdeildu Teboðshreyfingu, sem hefur vakið athygli fyrir skrautlegan málflutning á köflum. Ljóst þykir að bandarískir demókratar muni missa töluvert af þingsætum í kosningunum, sem haldnar verða á þriðjudaginn í næstu viku. Spurningin snýst nú orðið eingöngu um það hversu stór sigur repúblikana verður, og munar þá mestu um hvort repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeild eins og nú virðast horfur á, eða jafnvel báðum deildum Bandaríkjaþings, sem mögulegt virðist. Velgengni repúblikana í skoðanakönnunum er að stórum hluta byggð á vinsældum Teboðshreyfingarinnar svonefndu, sem hefur verið áberandi í bandarískri stjórnmálaumræðu síðustu misserin. Teboðshreyfingin þykir þó á köflum öfgakennd í málflutningi, svo hófsamir repúblikanar óttast sigurgöngu hennar ekkert síður en demókratar. Sérstaklega hafa margvísleg ummæli frambjóðanda hreyfingarinnar til öldungadeildarþingsætis fyrir Delaware vakið furðu. Hún hefur til dæmis fullyrt að þróunarkenningin sé goðsögn: „Hvers vegna eru apar þá ekki enn að þróast í menn?" spurði hún. Einnig hélt hún því fram að bandarískir vísindamenn væru að rækta saman menn og dýr með þeim árangri að á rannsóknarstofum þeirra væru nú til „mýs með fullvirka mannsheila". Þá hefur hún lagt mikla áherslu á nauðsyn skírlífis og telur frjálsræði í kynferðismálum hafa haft skelfilegar afleiðingar: „Við fengum kynlífsbyltinguna á sjöunda áratugnum og nú er fólk að deyja úr alnæmi," sagði hún eitt sinn. Við sama tækifæri sagði hún aðskilnað kristni og skólastarfs hafa haft skelfilegar afleiðingar: „Við fjarlægðum Biblíuna og bænahald úr almenningsskólum, og nú er verið að skjóta á fólk í hverri viku."Smellið til að sjá myndina stærri.Þetta eru kannski öfgakenndustu dæmin, en samkvæmt skoðanakönnunum eru áherslur stuðningsmanna hreyfingarinnar dálítið langt úti á jaðri stjórnmálanna. Þannig er yfirgnæfandi meirihluti þeirra til dæmis á móti auknum réttindum samkynhneigðra. Þeir eru einnig almennt andvígir miklum samskiptum stjórnvalda við múslimaríki og þeir vilja sýna innflytjendum fulla hörku.Þekktasti málsvari Teboðshreyfingarinnar er Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska, sem John McCain fékk til að vera varaforsetaefni hans í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Hún er ekki í framboði nú, en heldur áfram að vekja athygli á hreyfingunni með afdráttarlausum yfirlýsingum af ýmsu tagi. Demókratar vonuðust reyndar lengi vel til þess að öfgar Teboðshreyfingarinnar yrðu til þess að fæla kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Sú þróun myndi þá vinna á móti óánægju Bandaríkjamanna með Demókrataflokkinn, nú þegar Barack Obama hefur glímt í tvö ár með misjöfnum árangri við bæði erfiða efnahagskreppu og óvinsæla hernaðararfleifð fyrri stjórnar Repúblikanaflokksins. Sú virðist þó ekki ætla að verða raunin. Sigurganga repúblikana með Teboðshreyfinguna í fararbroddi fer ekki framhjá neinum lengur.Sarah Palin er einn forsprakka Teboðshreyfingarinnar.Teboðshreyfingin nýja Nýja teboðshreyfingin fór af stað með látum snemma árs 2009 og efndi til mótmæla gegn ríkisstjórn Baracks Obama víða um Bandaríkin. Hún á sér þó rætur í sams konar mótmælum sem efnt hefur verið til nokkuð reglulega síðustu áratugina þar í landi. Boðskapurinn er einfaldur: skattar eru ranglátir, ríkisútgjöldum á að halda í lágmarki. Við þetta bætast ýmsar kristilegar áherslur, misjafnlega sérvitringslegar. Uppistaðan í hreyfingunni er laustengdir einstaklingar yst til hægri í Repúblikanaflokknum, með dyggum stuðningi fjársterkra repúblikana.Fræg mynd af atburðinum í Boston eftir Nathaniel Currier.Teboðið í Boston 1773 Teboðshreyfingin er nefnd eftir „teboðinu í Boston", sögufrægri mótmælaaðgerð sem átti sér stað í desember árið 1773, þremur árum áður en Bandaríkjamenn sögðu skilið við Bretland og stofnuðu sjálfstætt ríki. Hópur manna réðst um borð í þrjú skip frá Bretlandi, sem lágu í höfninni í Boston, og eyðilögðu þar þrjá heila skipsfarma af tei með því að henda því í höfnina. Með þessu vildu þeir mótmæla skattlagningu breska konungsins á te, sem flutt var frá breskum nýlendum í Austurlöndum til Bretlands og þaðan aftur til Bandaríkjanna. Bandaríkjamönnum þótti ranglátt að þurfa að greiða þennan skatt, og mótmælin í Boston urðu til þess að efla sjálfstæðishreyfingu þeirra.
Skroll-Fréttir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent