Erlent

Tilikum verður áfram í SeaWorld

Háhyrningurinn Tilikum sem varð þjálfara sínum að bana í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída í fyrradag fær að vera áfram í garðinum að sögn stjórnenda.

Þjálfarinn lést eftir að hvalurinn hafði gripið hana í kjaftinn og dregið hana niður á botn laugarinnar.

Dýrið hefur áður verið viðriðið tvö dauðsföll. Talsmenn SeaWorld segja ómögulegt að sleppa honum á ný út í náttúruna og ekki komi til greina að farga dýrinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×