Erlent

Vill kæra Frakka fyrir mannréttindabrot

Óli Tynes skrifar

Frakkar hafa verið að reka ólöglega innflytjendur úr landi í stórum stíl og einkum þá Sígauna.

Samkvæmt mannréttindasáttmálum er bannað að taka einstaka þjóðarbrot sérstaklega fyrir og það þykjast Frakkar ekki hafa gert.

Bréf frá franska innanríkisráðuneytinu sem fjölmiðlar hafa birt segir þó aðra sögu.

Þar sem sveitastjórnum skipað að flýta sér að leysa upp búðir ólöglegra innflytjenda og láta þá búðir sígauna ganga fyrir.

Dómsmálafulltrúi Evrópusambandsins dró ekki af sér í gagnrýni. Viviane Reading sagði að franskir ráðherrar hefðu orðið uppvísir að lygum.

Málsmeðferð Frakka öll væri til háborinnar skammar. Enginn hefði átt von á því að ráðist yrði á þjóðarbrot í Evrópu í dag.

Reding sagði að hún sæi ekki að Evrópusambandið ætti annarra kosta völ en kæra Frakka fyrir mannfréttindabrot.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×