Verja Valskonur bikarinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2010 09:30 Fyrirliðarnir með bikarinn. Fréttablaðið/Arnþór Íslands- og bikarmeistarar Vals geta unnið bikarinn annað árið í röð í fyrsta sinn síðan 1988 þegar liðið mætir Stjörnunni í úrslitaleik klukkan 16.00 á sunnudaginn. Stjarnan er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í 17 ár en Valskonur eru komnar þangað þriðja árið í röð og í áttunda sinn á síðasta áratug. „Ég held að það sé bara ein í leikmannahópnum sem hefur spilað bikarúrslitaleik áður. Þetta er nýtt fyrir okkur öllum og því er mikil spenna í liðinu," sagði Sandra Sigurðardóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Auðvitað er gott að hafa reynslu en maður spyr ekkert að því í leikslok. Ég held að það lið sem vilji þetta meira muni vinna titilinn," segir Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Stjarnan hefur komist þrisvar sinnum yfir á móti Val í tveimur leikjum liðanna í Pepsi-deild kvenna í sumar en báðum þeirra hefur lokið með jafntefli. „Við höfum ekki náð að vinna þær eða KR. Báðir leikirnir á móti þeim voru hörkuleikir. Við jöfnuðum rétt undir lokin í fyrri umferðinni og síðasti leikur var einnig hörkuleikur. Þær eru með mjög gott lið og að mínu mati ættu þær að vera aðeins ofar í töflunni," segir Katrín. „Miðað við tölfræði og stöðu í deildinni þá búast menn kannski við sigri þeirra en það er alltaf hægt að breyta tölfræðinni. Það er sóknarfæri í því að hafa allt að vinna," segir Sandra. Valsliðið hefur kynnst því bæði að tapa og vinna bikarúrslitaleik síðustu tvö ár, tapaði 0-4 fyrir KR 2008 og vann Breiðablik 5-1 í fyrra eftir framlengingu. „Það er ólíkt skemmtilegra að vinna en að tapa. Við munum gera allt til þess að vinna þennan leik. Við lærðum mikið af leiknum frá 2008. Maður er alltaf að læra og við höfum líka verið að misstíga okkur aðeins í sumar og höfum lært að því líka," sagði Katrín sem getur orðið bikarmeistari í sjötta sinn á ferlinum á morgun. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Íslands- og bikarmeistarar Vals geta unnið bikarinn annað árið í röð í fyrsta sinn síðan 1988 þegar liðið mætir Stjörnunni í úrslitaleik klukkan 16.00 á sunnudaginn. Stjarnan er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í 17 ár en Valskonur eru komnar þangað þriðja árið í röð og í áttunda sinn á síðasta áratug. „Ég held að það sé bara ein í leikmannahópnum sem hefur spilað bikarúrslitaleik áður. Þetta er nýtt fyrir okkur öllum og því er mikil spenna í liðinu," sagði Sandra Sigurðardóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Auðvitað er gott að hafa reynslu en maður spyr ekkert að því í leikslok. Ég held að það lið sem vilji þetta meira muni vinna titilinn," segir Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Stjarnan hefur komist þrisvar sinnum yfir á móti Val í tveimur leikjum liðanna í Pepsi-deild kvenna í sumar en báðum þeirra hefur lokið með jafntefli. „Við höfum ekki náð að vinna þær eða KR. Báðir leikirnir á móti þeim voru hörkuleikir. Við jöfnuðum rétt undir lokin í fyrri umferðinni og síðasti leikur var einnig hörkuleikur. Þær eru með mjög gott lið og að mínu mati ættu þær að vera aðeins ofar í töflunni," segir Katrín. „Miðað við tölfræði og stöðu í deildinni þá búast menn kannski við sigri þeirra en það er alltaf hægt að breyta tölfræðinni. Það er sóknarfæri í því að hafa allt að vinna," segir Sandra. Valsliðið hefur kynnst því bæði að tapa og vinna bikarúrslitaleik síðustu tvö ár, tapaði 0-4 fyrir KR 2008 og vann Breiðablik 5-1 í fyrra eftir framlengingu. „Það er ólíkt skemmtilegra að vinna en að tapa. Við munum gera allt til þess að vinna þennan leik. Við lærðum mikið af leiknum frá 2008. Maður er alltaf að læra og við höfum líka verið að misstíga okkur aðeins í sumar og höfum lært að því líka," sagði Katrín sem getur orðið bikarmeistari í sjötta sinn á ferlinum á morgun.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti