FH-ingar bikarmeistarar í annað skipti eftir 4-0 stórsigur á KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2010 17:00 FH-ingar fagna bikarmeistaratitlinum í kvöld. Mynd/Daníel FH-ingar unnu 4-0 stórsigur á KR í úrslitaleik VISA-bikars karla sem er nýlokið á Laugardalsvellinum. Þetta er í annað skiptið sem FH-ingar vinna bikarinn en þeir unnu hann einnig fyrir þremur árum. Matthías Vilhjálmsson kom FH í 2-0 með tveimur vítaspyrnum með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik, Atli Viðar Björnsson skoraði þriðja markið sextán mínútum fyrir leikslok og Atli Guðnason innsiglaði síðan sigurinn rétt fyrir leikslok. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og fengu fyrstu hættulegu færin. Fyrst fékk Björgólfur Takefusa aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn á 2. mínútu sem endaði í varnarveggnum og svo átti Baldur Sigurðsson hættulegt skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni á 6. mínútu. FH-ingar sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn og fengu síðan algjört dauðafæri þegar Atli Viðar Björnsson slapp einn í gegn á 31.mínútu en lét Lars Moldskred verja frá sér. Fjórum mínútum síðar fengu FH-ingar síðan víti þegar Skúli Jón Friðgeirsson braut klaufalega á Atla Guðnasyni sem hafði fengið langa sendingu inn fyrir vörnina. Erlendur Eiríksson hugsaði sig vel um en benti svo á punktinn. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr vítinu og kom FH í 1-0. Það liðu ekki nema sex mínútur þegar Erlendur Eiríksson var búinn að benda aftur á punktinn. Nú fékk hann góða aðstoð frá aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þórleifssyni sem veifaði á að Guðmundur Reynir Gunnarsson hefði stoppað fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar með hendinni. Þessi dómur var strangur en líklega réttur. Matthías Vilhjálmsson steig aftur fram á vítapunktinn og kom FH af öryggi í 2-0. KR-ingar voru nálægt því að minnka muninn í lok hálfleiksins þegar Tommy Nielsen bjargaði þrumuskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar á marklínu. Hálfleiksræða Rúnars Kristinssonar virtist ekki fara vel í KR-liðið því FH-ingar tóku strax völdinn í seinni hálfleik og voru allan tímann líklegri til að bæta við en KR-ingar að minnka muninn. Þriðja mark FH-liðsins kom þó ekki fyrr en sextán mínútum fyrir leikslok eftir að Rúnar var búinn að fækka í vörninni hjá KR. Atli Viðar fékk þá boltann inn í teignum eftir að sending Ólafs Páls Snorrasonar fór af varnarmanni og datt fyrir hann. Atli Guðnason batt síðan endahnútinn með fjórða markinu á 86. mínútu eftir samleik hans og Ólafs Páls Snorrasonar á milli kantanna. Ólafur Páll gaf loks á Atli inn fyrir vörnina og Atli skoraði af öryggi. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá úrslitaleik FH og KR VISA-bikar karla sem fram fer á Laugardalsvellinum. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - KR Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
FH-ingar unnu 4-0 stórsigur á KR í úrslitaleik VISA-bikars karla sem er nýlokið á Laugardalsvellinum. Þetta er í annað skiptið sem FH-ingar vinna bikarinn en þeir unnu hann einnig fyrir þremur árum. Matthías Vilhjálmsson kom FH í 2-0 með tveimur vítaspyrnum með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik, Atli Viðar Björnsson skoraði þriðja markið sextán mínútum fyrir leikslok og Atli Guðnason innsiglaði síðan sigurinn rétt fyrir leikslok. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og fengu fyrstu hættulegu færin. Fyrst fékk Björgólfur Takefusa aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn á 2. mínútu sem endaði í varnarveggnum og svo átti Baldur Sigurðsson hættulegt skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni á 6. mínútu. FH-ingar sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn og fengu síðan algjört dauðafæri þegar Atli Viðar Björnsson slapp einn í gegn á 31.mínútu en lét Lars Moldskred verja frá sér. Fjórum mínútum síðar fengu FH-ingar síðan víti þegar Skúli Jón Friðgeirsson braut klaufalega á Atla Guðnasyni sem hafði fengið langa sendingu inn fyrir vörnina. Erlendur Eiríksson hugsaði sig vel um en benti svo á punktinn. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr vítinu og kom FH í 1-0. Það liðu ekki nema sex mínútur þegar Erlendur Eiríksson var búinn að benda aftur á punktinn. Nú fékk hann góða aðstoð frá aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þórleifssyni sem veifaði á að Guðmundur Reynir Gunnarsson hefði stoppað fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar með hendinni. Þessi dómur var strangur en líklega réttur. Matthías Vilhjálmsson steig aftur fram á vítapunktinn og kom FH af öryggi í 2-0. KR-ingar voru nálægt því að minnka muninn í lok hálfleiksins þegar Tommy Nielsen bjargaði þrumuskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar á marklínu. Hálfleiksræða Rúnars Kristinssonar virtist ekki fara vel í KR-liðið því FH-ingar tóku strax völdinn í seinni hálfleik og voru allan tímann líklegri til að bæta við en KR-ingar að minnka muninn. Þriðja mark FH-liðsins kom þó ekki fyrr en sextán mínútum fyrir leikslok eftir að Rúnar var búinn að fækka í vörninni hjá KR. Atli Viðar fékk þá boltann inn í teignum eftir að sending Ólafs Páls Snorrasonar fór af varnarmanni og datt fyrir hann. Atli Guðnason batt síðan endahnútinn með fjórða markinu á 86. mínútu eftir samleik hans og Ólafs Páls Snorrasonar á milli kantanna. Ólafur Páll gaf loks á Atli inn fyrir vörnina og Atli skoraði af öryggi. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá úrslitaleik FH og KR VISA-bikar karla sem fram fer á Laugardalsvellinum. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - KR
Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira