Skagamenn slegnir út af laginu - 3-0 tap fyrir Þór í 1. deildinni Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. maí 2009 16:14 Arnar á hliðarlínunni í dag. Guðjón Heiðar liggur meiddur á vellinum. Vísir.is/Hjalti Þór Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum. Þórsarar gáfu tóninn strax á annarri mínútu þegar hripleg Skagavörnin hleypti Einari Sigþórssyni í gegn en skot hans fór í slána. Skagamenn fengu fínt fyrir eftir korter til að komast yfir en Andri Júlíusson, fyrrum leikmaður KA, lét Atla Má Rúnarsson verja frá sér úr dauðafæri. Fyrsta markið kom eftir rúman hálftíma. Einar þrumaði boltanum þá upp í þaknetið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu fleiri færi í fyrri hálfleik til að skora en Þórsarar leiddu 1-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks mættu Skagamenn ákveðnir til leiks. Andri skaut yfir úr öðru dauðafæri, einn gegn markmanni og var það vendipunktur leiksins þegar Jóhann Helgi Hannesson setti boltann í netið eftir frábæran sprett Óttós Hólms Reynissonar. 2-0 fyrir Þór. Strax eftir markið komst Ottó Hólm einn í gegn en hann skaut framhjá þegar hann gat gert út um leikinn. Skagamenn voru meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Sveinn Elías Jónsson skoraði svo þriðja markið með skalla af nærstönginni eftir horn og fullkomnaði þannig niðurlægingu Skagamanna. ÍA lék ekki vel í dag. Þeir voru étnir á miðjunni en kantmenn þeirra hjálpuðu þeim Bjarka Gunnlaugssyni og Helga Pétri Magnússyni lítið á miðjunni. Andri var einangraðir í sókninni en hefði átt að skora. Vörnin var slök, Árni Thor virkaði þungur og óöryggi leyndi sér ekki í öftustu línunni. Skagamenn þurfa að girða sig í brók enda með afar öflugt lið í 1. deildinni. Þórarar voru án nokkurra lykilmanna, Aleksander Linta og þjálfarinn Lárus Orri Sigurðsson voru til að mynda báðir fjarri góðu gamni. Þeir eru með marga lipra stráka, Einar og Ottó þar á meðal og Hreinn Hringsson var virkilega öflugur. Tilkoma Óðins Árnasonar í vörnina er svo hvalreki fyrir liðið. Hann batt vörnina afar vel saman. Önnur úrslit úr 1. deild karla í dag eru þau að Ólafsvíkingar unnu Reykvíkinga í uppgjöri Víkingsliðanna tveggja, 1-2 á útivelli. Afturelding gerði góða ferð austur í Fjarðabyggð þar sem það vann heimamenn 0-1. Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum. Þórsarar gáfu tóninn strax á annarri mínútu þegar hripleg Skagavörnin hleypti Einari Sigþórssyni í gegn en skot hans fór í slána. Skagamenn fengu fínt fyrir eftir korter til að komast yfir en Andri Júlíusson, fyrrum leikmaður KA, lét Atla Má Rúnarsson verja frá sér úr dauðafæri. Fyrsta markið kom eftir rúman hálftíma. Einar þrumaði boltanum þá upp í þaknetið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu fleiri færi í fyrri hálfleik til að skora en Þórsarar leiddu 1-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks mættu Skagamenn ákveðnir til leiks. Andri skaut yfir úr öðru dauðafæri, einn gegn markmanni og var það vendipunktur leiksins þegar Jóhann Helgi Hannesson setti boltann í netið eftir frábæran sprett Óttós Hólms Reynissonar. 2-0 fyrir Þór. Strax eftir markið komst Ottó Hólm einn í gegn en hann skaut framhjá þegar hann gat gert út um leikinn. Skagamenn voru meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Sveinn Elías Jónsson skoraði svo þriðja markið með skalla af nærstönginni eftir horn og fullkomnaði þannig niðurlægingu Skagamanna. ÍA lék ekki vel í dag. Þeir voru étnir á miðjunni en kantmenn þeirra hjálpuðu þeim Bjarka Gunnlaugssyni og Helga Pétri Magnússyni lítið á miðjunni. Andri var einangraðir í sókninni en hefði átt að skora. Vörnin var slök, Árni Thor virkaði þungur og óöryggi leyndi sér ekki í öftustu línunni. Skagamenn þurfa að girða sig í brók enda með afar öflugt lið í 1. deildinni. Þórarar voru án nokkurra lykilmanna, Aleksander Linta og þjálfarinn Lárus Orri Sigurðsson voru til að mynda báðir fjarri góðu gamni. Þeir eru með marga lipra stráka, Einar og Ottó þar á meðal og Hreinn Hringsson var virkilega öflugur. Tilkoma Óðins Árnasonar í vörnina er svo hvalreki fyrir liðið. Hann batt vörnina afar vel saman. Önnur úrslit úr 1. deild karla í dag eru þau að Ólafsvíkingar unnu Reykvíkinga í uppgjöri Víkingsliðanna tveggja, 1-2 á útivelli. Afturelding gerði góða ferð austur í Fjarðabyggð þar sem það vann heimamenn 0-1.
Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira