Skagamenn slegnir út af laginu - 3-0 tap fyrir Þór í 1. deildinni Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. maí 2009 16:14 Arnar á hliðarlínunni í dag. Guðjón Heiðar liggur meiddur á vellinum. Vísir.is/Hjalti Þór Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum. Þórsarar gáfu tóninn strax á annarri mínútu þegar hripleg Skagavörnin hleypti Einari Sigþórssyni í gegn en skot hans fór í slána. Skagamenn fengu fínt fyrir eftir korter til að komast yfir en Andri Júlíusson, fyrrum leikmaður KA, lét Atla Má Rúnarsson verja frá sér úr dauðafæri. Fyrsta markið kom eftir rúman hálftíma. Einar þrumaði boltanum þá upp í þaknetið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu fleiri færi í fyrri hálfleik til að skora en Þórsarar leiddu 1-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks mættu Skagamenn ákveðnir til leiks. Andri skaut yfir úr öðru dauðafæri, einn gegn markmanni og var það vendipunktur leiksins þegar Jóhann Helgi Hannesson setti boltann í netið eftir frábæran sprett Óttós Hólms Reynissonar. 2-0 fyrir Þór. Strax eftir markið komst Ottó Hólm einn í gegn en hann skaut framhjá þegar hann gat gert út um leikinn. Skagamenn voru meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Sveinn Elías Jónsson skoraði svo þriðja markið með skalla af nærstönginni eftir horn og fullkomnaði þannig niðurlægingu Skagamanna. ÍA lék ekki vel í dag. Þeir voru étnir á miðjunni en kantmenn þeirra hjálpuðu þeim Bjarka Gunnlaugssyni og Helga Pétri Magnússyni lítið á miðjunni. Andri var einangraðir í sókninni en hefði átt að skora. Vörnin var slök, Árni Thor virkaði þungur og óöryggi leyndi sér ekki í öftustu línunni. Skagamenn þurfa að girða sig í brók enda með afar öflugt lið í 1. deildinni. Þórarar voru án nokkurra lykilmanna, Aleksander Linta og þjálfarinn Lárus Orri Sigurðsson voru til að mynda báðir fjarri góðu gamni. Þeir eru með marga lipra stráka, Einar og Ottó þar á meðal og Hreinn Hringsson var virkilega öflugur. Tilkoma Óðins Árnasonar í vörnina er svo hvalreki fyrir liðið. Hann batt vörnina afar vel saman. Önnur úrslit úr 1. deild karla í dag eru þau að Ólafsvíkingar unnu Reykvíkinga í uppgjöri Víkingsliðanna tveggja, 1-2 á útivelli. Afturelding gerði góða ferð austur í Fjarðabyggð þar sem það vann heimamenn 0-1. Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum. Þórsarar gáfu tóninn strax á annarri mínútu þegar hripleg Skagavörnin hleypti Einari Sigþórssyni í gegn en skot hans fór í slána. Skagamenn fengu fínt fyrir eftir korter til að komast yfir en Andri Júlíusson, fyrrum leikmaður KA, lét Atla Má Rúnarsson verja frá sér úr dauðafæri. Fyrsta markið kom eftir rúman hálftíma. Einar þrumaði boltanum þá upp í þaknetið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu fleiri færi í fyrri hálfleik til að skora en Þórsarar leiddu 1-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks mættu Skagamenn ákveðnir til leiks. Andri skaut yfir úr öðru dauðafæri, einn gegn markmanni og var það vendipunktur leiksins þegar Jóhann Helgi Hannesson setti boltann í netið eftir frábæran sprett Óttós Hólms Reynissonar. 2-0 fyrir Þór. Strax eftir markið komst Ottó Hólm einn í gegn en hann skaut framhjá þegar hann gat gert út um leikinn. Skagamenn voru meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Sveinn Elías Jónsson skoraði svo þriðja markið með skalla af nærstönginni eftir horn og fullkomnaði þannig niðurlægingu Skagamanna. ÍA lék ekki vel í dag. Þeir voru étnir á miðjunni en kantmenn þeirra hjálpuðu þeim Bjarka Gunnlaugssyni og Helga Pétri Magnússyni lítið á miðjunni. Andri var einangraðir í sókninni en hefði átt að skora. Vörnin var slök, Árni Thor virkaði þungur og óöryggi leyndi sér ekki í öftustu línunni. Skagamenn þurfa að girða sig í brók enda með afar öflugt lið í 1. deildinni. Þórarar voru án nokkurra lykilmanna, Aleksander Linta og þjálfarinn Lárus Orri Sigurðsson voru til að mynda báðir fjarri góðu gamni. Þeir eru með marga lipra stráka, Einar og Ottó þar á meðal og Hreinn Hringsson var virkilega öflugur. Tilkoma Óðins Árnasonar í vörnina er svo hvalreki fyrir liðið. Hann batt vörnina afar vel saman. Önnur úrslit úr 1. deild karla í dag eru þau að Ólafsvíkingar unnu Reykvíkinga í uppgjöri Víkingsliðanna tveggja, 1-2 á útivelli. Afturelding gerði góða ferð austur í Fjarðabyggð þar sem það vann heimamenn 0-1.
Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira