Ólafur Jóhannesson: Sigur í Glasgow myndi færa þjóðinni bros Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 16:06 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var í viðtali við sunnudagsútgáfu skoska blaðsins Sunday Mail í tilefni stórleiksins á Hampden Park á miðvikudag. Leikur Íslands og Skotlands er algjör lykilleikur fyrir framhaldið í undankeppni HM 2010 í Suður-Afríku, en Holland er svo gott sem öruggt með sigur í riðlinum. Ólafur segir meðal annars að hann vilji vinna til að lyfta íslensku þjóðinni, sem hann lýsti hvernig hefði átt erfitt í kreppunni. "Vegna kreppunnar væri sérstakt að ná að vinna leiki, til dæmis þennan á Hampden og að komast í úrslitakeppni stórmóts. Ef við næðum því myndi það draga fram nauðsynleg bros á þjóðinni. Það myndi hjálpa þeim að komast í gegnum krísuna," sagði þjálfarinn. "Það væri svipað og handboltalandsliðið sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í fyrra, þjóðin ljómaði öll við það. Þetta er eins með fótboltann. Ef við vinnum verða allir ánægðir í landinu. Sigur myndi láta alla gleyma því hvað hefur gengið á. Það getir öskrað á sjónvarpið og hleypt reiðinni út," sagði Ólafur. Blaðamaður Sunday Mail fer mikinn um Eið Smára Guðjohnsen en Ólafur segir að íslenska landsliðið sé ekki eins manns lið. „Allir halda að liðið snúist bara um Eið. Þetta snýst alls ekki bara um hann - við erum nú með aðra stráka í liðinu sem geta unnið leiki fyrir okkur. Leikmennirnir verða að muna það líka," sagði Ólafur. Hann vonast einnig til þess að ná að nýta sér það að Skotar spiluðu erfiðan útileik gegn Hollendingum í gær, sem þeir töpuðu 3-0. „Þetta verður erfiður leikur. Holland mun vinna riðilinn en það eru fjórar þjóðir að berjast um annað sætið. Við getum öll tekið stig af hvert öðru þannig að hver leikur er eins og úrslitaleikur." „Skotar eru okkur aðeins fremri eins og Noregur en það hindrar okkur ekkert í því að reyna. Ég er ánægður með að Skotar spiluðu við Holland á laugardaginn, það þýðir að við getum einbeitt okkur 100 prósent að leiknum í Glasgow. Ég sá leikinn í Amsterdam og tek að við séum í góðri stöðu núna. Við ættum að hafa alla fríska og í toppformi á miðvikudaginn og það mun hjálpa okkur," sagði Ólafur Jóhannesson. Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var í viðtali við sunnudagsútgáfu skoska blaðsins Sunday Mail í tilefni stórleiksins á Hampden Park á miðvikudag. Leikur Íslands og Skotlands er algjör lykilleikur fyrir framhaldið í undankeppni HM 2010 í Suður-Afríku, en Holland er svo gott sem öruggt með sigur í riðlinum. Ólafur segir meðal annars að hann vilji vinna til að lyfta íslensku þjóðinni, sem hann lýsti hvernig hefði átt erfitt í kreppunni. "Vegna kreppunnar væri sérstakt að ná að vinna leiki, til dæmis þennan á Hampden og að komast í úrslitakeppni stórmóts. Ef við næðum því myndi það draga fram nauðsynleg bros á þjóðinni. Það myndi hjálpa þeim að komast í gegnum krísuna," sagði þjálfarinn. "Það væri svipað og handboltalandsliðið sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í fyrra, þjóðin ljómaði öll við það. Þetta er eins með fótboltann. Ef við vinnum verða allir ánægðir í landinu. Sigur myndi láta alla gleyma því hvað hefur gengið á. Það getir öskrað á sjónvarpið og hleypt reiðinni út," sagði Ólafur. Blaðamaður Sunday Mail fer mikinn um Eið Smára Guðjohnsen en Ólafur segir að íslenska landsliðið sé ekki eins manns lið. „Allir halda að liðið snúist bara um Eið. Þetta snýst alls ekki bara um hann - við erum nú með aðra stráka í liðinu sem geta unnið leiki fyrir okkur. Leikmennirnir verða að muna það líka," sagði Ólafur. Hann vonast einnig til þess að ná að nýta sér það að Skotar spiluðu erfiðan útileik gegn Hollendingum í gær, sem þeir töpuðu 3-0. „Þetta verður erfiður leikur. Holland mun vinna riðilinn en það eru fjórar þjóðir að berjast um annað sætið. Við getum öll tekið stig af hvert öðru þannig að hver leikur er eins og úrslitaleikur." „Skotar eru okkur aðeins fremri eins og Noregur en það hindrar okkur ekkert í því að reyna. Ég er ánægður með að Skotar spiluðu við Holland á laugardaginn, það þýðir að við getum einbeitt okkur 100 prósent að leiknum í Glasgow. Ég sá leikinn í Amsterdam og tek að við séum í góðri stöðu núna. Við ættum að hafa alla fríska og í toppformi á miðvikudaginn og það mun hjálpa okkur," sagði Ólafur Jóhannesson.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira