Erlent

20 milljarðar í Evrópulottóinu

Guðjón Helgason skrifar

Íbúar í níu Evrópulöndum flykktust í söluturna í dag vegna útdráttar í Evrópulottóinu í kvöld. Potturinn er jafnvirði lítilla 20 milljarða króna.

Þau lönd sem taka þátt í Evrópulottóinu eru Austurríki, Belgía, Bretland, Frakkland, Írland, Lúxembúrg, Portúgal, Spánn og Sviss.

Fái einn þátttakandi allan pottinn í kvöld verður það stærsti lottóvinningur í heimi samkvæmt evrópskum miðlum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×