Erlent

Fritzl boðin á­falla­hjálp

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fritzl við réttarhöldin.
Fritzl við réttarhöldin.

Hinum 73 ára gamla Josef Fritzl, sem nú er fyrir rétti í Austurríki fyrir nauðgun og frelsissviptingu á dóttur sinni, hefur verið boðin áfallahjálp til að takast á við réttarhöldin og það andlega álag sem þeim fylgir. 

Lögmaður Fritzl hefur lýst því að skjólstæðingurinn sé óttasleginn en Fritzl hefur gert sitt besta til að forðast sviðsljós fjölmiðlanna síðan réttarhöldin hófust og felur sig iðulega bak við möppu þegar reynt er að mynda hann. Ekki fylgir sögunni hvort Fritzl hafi þekkst boðið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×