Afsögn Björgvins vekur athygli 25. janúar 2009 19:30 Íslenska ríkisstjórnin er fyrsta pólitíska fórnarlamb alheimskreppunnar að mati erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um afsögn viðskiptaráðherra. Breska blaðið Daily Mail fjallar um afsögn viðskiptaráðherra á vefsíðu sinni og segir ríkisstjórnina fyrst fórnarlamb kreppunnar á vettvagni alþjóðastjórnmála. Blaðið fjallar einnig um þá ákvörðun forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, að gefa ekki aftur kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins og veikindi hans. Sagt er frá því að lögregla hafi í síðustu viku beitt táragasi gegn mótmælendum í fyrsta sinn í áratugi. Sænska útvarpið fjallar einnig um afsögnina sem og flestir aðrir norrænir miðlar. Bandaríska stórblaðið Washington Post fjallar einnig um málið á vefsíðu sinni og stöðu mála í íslensku efnahagslífi sem það segir vægast sagt bágborna. Viðskiptablaðið Forbes hefur eftir Reuters fréttastofunni að viðskiptaráðherra hafi dregið í efa getu íslensku ríkisstjórnarinnar til að starfa fram að kosningum sem yrðu þá líkast til haldnar í maí. Hann drægi einnig í efa getu hennar til að takast á við ástand efnahagsmála. CNN vitnar í viðskiptaráðherra að margir beri ábyrgð á vandanum sem nú blasi við á Íslandi og ríkisstjórninni hafi ekki tekist að endurvekja traust. Tengdar fréttir Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12 Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55 Björgvin, Jónas og stjórn FME láta af störfum Björgvin G. Sigurðsson hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þar sem hann biðst lausnar sem viðskiptaráðherra. Björgvin greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum. Jafnframt tilkynnti hann að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn Fjármálaeftirlitsins láti af störfum. 25. janúar 2009 10:38 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira
Íslenska ríkisstjórnin er fyrsta pólitíska fórnarlamb alheimskreppunnar að mati erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um afsögn viðskiptaráðherra. Breska blaðið Daily Mail fjallar um afsögn viðskiptaráðherra á vefsíðu sinni og segir ríkisstjórnina fyrst fórnarlamb kreppunnar á vettvagni alþjóðastjórnmála. Blaðið fjallar einnig um þá ákvörðun forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, að gefa ekki aftur kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins og veikindi hans. Sagt er frá því að lögregla hafi í síðustu viku beitt táragasi gegn mótmælendum í fyrsta sinn í áratugi. Sænska útvarpið fjallar einnig um afsögnina sem og flestir aðrir norrænir miðlar. Bandaríska stórblaðið Washington Post fjallar einnig um málið á vefsíðu sinni og stöðu mála í íslensku efnahagslífi sem það segir vægast sagt bágborna. Viðskiptablaðið Forbes hefur eftir Reuters fréttastofunni að viðskiptaráðherra hafi dregið í efa getu íslensku ríkisstjórnarinnar til að starfa fram að kosningum sem yrðu þá líkast til haldnar í maí. Hann drægi einnig í efa getu hennar til að takast á við ástand efnahagsmála. CNN vitnar í viðskiptaráðherra að margir beri ábyrgð á vandanum sem nú blasi við á Íslandi og ríkisstjórninni hafi ekki tekist að endurvekja traust.
Tengdar fréttir Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12 Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55 Björgvin, Jónas og stjórn FME láta af störfum Björgvin G. Sigurðsson hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þar sem hann biðst lausnar sem viðskiptaráðherra. Björgvin greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum. Jafnframt tilkynnti hann að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn Fjármálaeftirlitsins láti af störfum. 25. janúar 2009 10:38 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira
Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12
Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55
Björgvin, Jónas og stjórn FME láta af störfum Björgvin G. Sigurðsson hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þar sem hann biðst lausnar sem viðskiptaráðherra. Björgvin greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum. Jafnframt tilkynnti hann að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn Fjármálaeftirlitsins láti af störfum. 25. janúar 2009 10:38