Edda: Byrjuð að spara fyrir Playstation Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2009 16:30 Edda Garðarsdóttir ásamt Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur en báðar leika þær með Örebro í Svíþjóð. Mynd/Daníel Edda Garðarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir því hollenska í vináttulandsleik í Kórnum á morgun klukkan 16.00. „Ég hef ekki séð mikið til hollenska liðsins enda ekki mikið rennsli á kvennalandsleikjum. En þær hafa verið á uppleið eins og við og hafa verið að standa sig vel," sagði Edda í samtali við Vísi í dag. Hún segir að leikmenn séu þegar byrjaðir að hugsa um EM sem fer fram í Finnlandi í sumar. „Sigurður Ragnar (þjálfari) klikar ekki á svona smáatriðum," sagði hún í léttum dúr. „Við héldum markmiðsfund fljótlega eftir áramót þar sem rennt var yfir hvað við þyrftum að gera til að vera í toppstandi í ágúst. Það er ljóst að við verðum að nýta hvert einasta augnablik saman fram að móti enda verða þau ekki mörg." Edda er eins og svo margir aðrir landsliðsmenn á mála hjá liði í Skandinavíu en hún leikur með Örebro í Svíþjóð. Aldrei áður hafa svo margir atvinnumenn skipað A-landslið kvenna. „Það er mjög gaman að koma saman aftur. Þá kemur smá þjóðarrembingur upp í manni. Það er auðvitað skrýtið líka þar sem þetta er í eiginlega fyrsta sinn sem maður er að koma heim í landsliðsverkefni. En þetta er frábær hópur og gaman að hitta alla aftur." Henni segist líða vel í Svíþjóð en það sem helst hafi komið sér á óvart sé hversu mikinn frítíma hún hafi. „Eftir morgunæfinguna sem lýkur klukkan níu tekur við bara hvíld og bið til klukkan fjögur. Það er mjög óvenjulegt þar sem maður er vanur því hér heima að fara í ræktina fyrir vinnu og svo á æfingu þegar vinnudeginum lýkur." Hún segist þó ekki nota tímann til að spila á Playstation-leikjatölvu eins og svo margir knattspyrnumenn eru þekktir fyrir að gera. „Ég er ekki á það góðum launum að ég geti keypt mér Playstation en ég er byrjuð að safna," sagði hún og hló. „Það er meira um bókalestur hjá mér. Ég kann nú betur að meta fagurbókmenntir." Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Edda Garðarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir því hollenska í vináttulandsleik í Kórnum á morgun klukkan 16.00. „Ég hef ekki séð mikið til hollenska liðsins enda ekki mikið rennsli á kvennalandsleikjum. En þær hafa verið á uppleið eins og við og hafa verið að standa sig vel," sagði Edda í samtali við Vísi í dag. Hún segir að leikmenn séu þegar byrjaðir að hugsa um EM sem fer fram í Finnlandi í sumar. „Sigurður Ragnar (þjálfari) klikar ekki á svona smáatriðum," sagði hún í léttum dúr. „Við héldum markmiðsfund fljótlega eftir áramót þar sem rennt var yfir hvað við þyrftum að gera til að vera í toppstandi í ágúst. Það er ljóst að við verðum að nýta hvert einasta augnablik saman fram að móti enda verða þau ekki mörg." Edda er eins og svo margir aðrir landsliðsmenn á mála hjá liði í Skandinavíu en hún leikur með Örebro í Svíþjóð. Aldrei áður hafa svo margir atvinnumenn skipað A-landslið kvenna. „Það er mjög gaman að koma saman aftur. Þá kemur smá þjóðarrembingur upp í manni. Það er auðvitað skrýtið líka þar sem þetta er í eiginlega fyrsta sinn sem maður er að koma heim í landsliðsverkefni. En þetta er frábær hópur og gaman að hitta alla aftur." Henni segist líða vel í Svíþjóð en það sem helst hafi komið sér á óvart sé hversu mikinn frítíma hún hafi. „Eftir morgunæfinguna sem lýkur klukkan níu tekur við bara hvíld og bið til klukkan fjögur. Það er mjög óvenjulegt þar sem maður er vanur því hér heima að fara í ræktina fyrir vinnu og svo á æfingu þegar vinnudeginum lýkur." Hún segist þó ekki nota tímann til að spila á Playstation-leikjatölvu eins og svo margir knattspyrnumenn eru þekktir fyrir að gera. „Ég er ekki á það góðum launum að ég geti keypt mér Playstation en ég er byrjuð að safna," sagði hún og hló. „Það er meira um bókalestur hjá mér. Ég kann nú betur að meta fagurbókmenntir."
Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira