Mikilvægur leikur á Akureyri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. ágúst 2009 08:30 Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. Mynd/stefán Í kvöld fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna og ríkir hörkuspenna á toppi deildarinnar. Þrjú lið - Valur, Breiðablik og Stjarnan - eru efst og jöfn á toppnum og Þór/KA er ekki nema þremur stigum á eftir þeim. Tvö þeirra mætast innbyrðis í kvöld er Þór/KA tekur á móti Stjörnunni á Akureyri. Valur mætir Fylki og Breiðablik tekur á móti KR. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari spáði í spilin fyrir Fréttablaðið. „Það er mikið undir í leikjum kvöldsins en ég held þó enn að mikilvægasti leikur sumarsins verði viðureign Stjörnunnar og Vals í byrjun september," sagði Sigurður Ragnar. „Til þess að sá leikur verði úrslitaleikur verður Stjarnan því helst að vinna á Akureyri því ég á ekki von á því að Valur lendi í vandræðum með Fylki í kvöld. Þær munu mæta ákveðnar til leiks í kvöld og vinna." Hann á þó von á hörkuleik á Akureyri. „Þetta er gríðarlega sterkur heimavöllur og Þór/KA hefur mikið sjálfstraust. Mér finnst það vera lið sem getur unnið alla andstæðinga á góðum degi. Þær fóru að vísu hægt af stað í mótinu í vor en hafa síðan verið á miklu skriði." Sigurður Ragnar telur að Blikar gætu lent í vandræðum í kvöld. „KR hefur spilað vel að undanförnu og unnið þrjá leiki í röð. Breiðablik hefur að sama skapi verið að veikjast. Harpa Þorsteinsdóttir er fótbrotin og Sandra Sif Magnúsdóttir er farin til útlanda. Ég spáði því þó fyrir mót að Breiðablik yrði meistari og ég er ekki reiðubúinn að breyta spánni enn. Valur hefur þó enn mótið í sínum höndum en hin liðin hafa þó sýnt að það er vel hægt að sigra Val." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Í kvöld fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna og ríkir hörkuspenna á toppi deildarinnar. Þrjú lið - Valur, Breiðablik og Stjarnan - eru efst og jöfn á toppnum og Þór/KA er ekki nema þremur stigum á eftir þeim. Tvö þeirra mætast innbyrðis í kvöld er Þór/KA tekur á móti Stjörnunni á Akureyri. Valur mætir Fylki og Breiðablik tekur á móti KR. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari spáði í spilin fyrir Fréttablaðið. „Það er mikið undir í leikjum kvöldsins en ég held þó enn að mikilvægasti leikur sumarsins verði viðureign Stjörnunnar og Vals í byrjun september," sagði Sigurður Ragnar. „Til þess að sá leikur verði úrslitaleikur verður Stjarnan því helst að vinna á Akureyri því ég á ekki von á því að Valur lendi í vandræðum með Fylki í kvöld. Þær munu mæta ákveðnar til leiks í kvöld og vinna." Hann á þó von á hörkuleik á Akureyri. „Þetta er gríðarlega sterkur heimavöllur og Þór/KA hefur mikið sjálfstraust. Mér finnst það vera lið sem getur unnið alla andstæðinga á góðum degi. Þær fóru að vísu hægt af stað í mótinu í vor en hafa síðan verið á miklu skriði." Sigurður Ragnar telur að Blikar gætu lent í vandræðum í kvöld. „KR hefur spilað vel að undanförnu og unnið þrjá leiki í röð. Breiðablik hefur að sama skapi verið að veikjast. Harpa Þorsteinsdóttir er fótbrotin og Sandra Sif Magnúsdóttir er farin til útlanda. Ég spáði því þó fyrir mót að Breiðablik yrði meistari og ég er ekki reiðubúinn að breyta spánni enn. Valur hefur þó enn mótið í sínum höndum en hin liðin hafa þó sýnt að það er vel hægt að sigra Val."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira