Erlent

Schwarzenegger styður McCain

Enn vænkast hagur John McCain öldungadeildarþingmannsins frá Arizona. Nú hefur Arnold Schwarzenegger hinn vinæsli ríkisstjóri Kaliforníu stigið fram og lýst yfir stuðningi sínum við McCain.

Þetta kemur í kjölfar þess að Rudy Guiliani fyrrum borgarstjóri New York lýsti yfir stuðningi við McCain í gær eins og búist hafði verið við. Stuðningurinn þessara tveggja manna gæti skipt sköpum fyrir McCain í Kaliforníu og New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×