Agnes vill að Reynir verði rekinn úr Blaðamannafélaginu 16. desember 2008 19:21 Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu. Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, sagði í þættinum Íslandi í dag í kvöld að Blaðamannafélag Íslands ætti að reka Reyni Traustason, ritstjóra DV, úr félaginu meðal annars vegna þeirra ummæla sem hann viðhafði um nafntogaða einstaklinga á upptöku sem birt var í Kastljósi í gær. Kastljós birti upptöku af samtali Reynis og Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns DV, um hvers vegna frétt Jóns hafi ekki verið birt í blaðinu. Reynir segir í upptökunni að stórir aðilar hafi komið í veg fyrir birtingu fréttarinnar á krafti fjármagns. Valur Grettisson, blaðamaður á DV, sagði upp störfum í dag. Hann segist ekki geta starfað á fjölmiðli þar sem ritstjórinn lýgur og ritskoðar. Í yfirlýsingu sem Reynir sendi frá sér fyrir stundu segist hann njóta fulls trausts stjórnar og framkvæmdastjórnar Birtíngs, sem gefur út DV, til áframhaldandi starfa sem ritstjóri blaðsins. Ekki hefur náðst í Hrein Loftsson, aðaleiganda Birtíngs, vegna málsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tengdar fréttir Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. 15. desember 2008 21:27 Jón Bjarki: Upptakan sýnir að Reynir er tvísaga Upptaka sem spiluð var í Kastsljósi í kvöld sýnir að Reynir Traustason, ritstjóri DV, er tvísaga, að mati Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns DV. ,,Reynir heldur því fram í dag að ég sé að bulla að það hafi engir aðilar hafi reynt að stoppa fréttina en upptakan sýnir að þetta var ekki þannig." Það sé greinilegt að Reynir sé tvísaga. 15. desember 2008 22:50 Reynir biðst afsökunar - Nýtur stuðnings stjórnar Birtíngs Reynir Traustason, ritstjóri DV, biðst afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum vegna yfirlýsingar Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns DV, í gær. 16. desember 2008 19:01 Blaðamaður DV segir upp störfum - Reynir situr áfram Einn af blaðamönnum DV sagði upp störfum í dag eftir að Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, varð uppvís að því að því að vera tvísaga. Ritstjórinn segir það ekki koma til álita að segja starfi sínu lausu. 16. desember 2008 18:39 Björgólfur ber af sér sakir í DV máli Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans segist ekki hafa haft nein afskipti af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi ákveðið að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í blaðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björgólfur sendi frá sér fyrir stundu. 16. desember 2008 13:37 Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33 Blaðamenn Dv funda án ritstjóra Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn. 16. desember 2008 12:08 Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, sagði í þættinum Íslandi í dag í kvöld að Blaðamannafélag Íslands ætti að reka Reyni Traustason, ritstjóra DV, úr félaginu meðal annars vegna þeirra ummæla sem hann viðhafði um nafntogaða einstaklinga á upptöku sem birt var í Kastljósi í gær. Kastljós birti upptöku af samtali Reynis og Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns DV, um hvers vegna frétt Jóns hafi ekki verið birt í blaðinu. Reynir segir í upptökunni að stórir aðilar hafi komið í veg fyrir birtingu fréttarinnar á krafti fjármagns. Valur Grettisson, blaðamaður á DV, sagði upp störfum í dag. Hann segist ekki geta starfað á fjölmiðli þar sem ritstjórinn lýgur og ritskoðar. Í yfirlýsingu sem Reynir sendi frá sér fyrir stundu segist hann njóta fulls trausts stjórnar og framkvæmdastjórnar Birtíngs, sem gefur út DV, til áframhaldandi starfa sem ritstjóri blaðsins. Ekki hefur náðst í Hrein Loftsson, aðaleiganda Birtíngs, vegna málsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Tengdar fréttir Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. 15. desember 2008 21:27 Jón Bjarki: Upptakan sýnir að Reynir er tvísaga Upptaka sem spiluð var í Kastsljósi í kvöld sýnir að Reynir Traustason, ritstjóri DV, er tvísaga, að mati Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns DV. ,,Reynir heldur því fram í dag að ég sé að bulla að það hafi engir aðilar hafi reynt að stoppa fréttina en upptakan sýnir að þetta var ekki þannig." Það sé greinilegt að Reynir sé tvísaga. 15. desember 2008 22:50 Reynir biðst afsökunar - Nýtur stuðnings stjórnar Birtíngs Reynir Traustason, ritstjóri DV, biðst afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum vegna yfirlýsingar Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns DV, í gær. 16. desember 2008 19:01 Blaðamaður DV segir upp störfum - Reynir situr áfram Einn af blaðamönnum DV sagði upp störfum í dag eftir að Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, varð uppvís að því að því að vera tvísaga. Ritstjórinn segir það ekki koma til álita að segja starfi sínu lausu. 16. desember 2008 18:39 Björgólfur ber af sér sakir í DV máli Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans segist ekki hafa haft nein afskipti af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi ákveðið að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í blaðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björgólfur sendi frá sér fyrir stundu. 16. desember 2008 13:37 Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33 Blaðamenn Dv funda án ritstjóra Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn. 16. desember 2008 12:08 Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. 15. desember 2008 21:27
Jón Bjarki: Upptakan sýnir að Reynir er tvísaga Upptaka sem spiluð var í Kastsljósi í kvöld sýnir að Reynir Traustason, ritstjóri DV, er tvísaga, að mati Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns DV. ,,Reynir heldur því fram í dag að ég sé að bulla að það hafi engir aðilar hafi reynt að stoppa fréttina en upptakan sýnir að þetta var ekki þannig." Það sé greinilegt að Reynir sé tvísaga. 15. desember 2008 22:50
Reynir biðst afsökunar - Nýtur stuðnings stjórnar Birtíngs Reynir Traustason, ritstjóri DV, biðst afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum vegna yfirlýsingar Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns DV, í gær. 16. desember 2008 19:01
Blaðamaður DV segir upp störfum - Reynir situr áfram Einn af blaðamönnum DV sagði upp störfum í dag eftir að Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, varð uppvís að því að því að vera tvísaga. Ritstjórinn segir það ekki koma til álita að segja starfi sínu lausu. 16. desember 2008 18:39
Björgólfur ber af sér sakir í DV máli Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans segist ekki hafa haft nein afskipti af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi ákveðið að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í blaðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björgólfur sendi frá sér fyrir stundu. 16. desember 2008 13:37
Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33
Blaðamenn Dv funda án ritstjóra Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn. 16. desember 2008 12:08
Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42