Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn.
Reynir Traustason ritstjóri DV sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann hyggðist leita réttar síns vegna birtingu Kastljós á samtali sínu og blaðamannsins. Hann sagði ljóst að blaðið hefði skaðast vegna málsins en sagði ekki hafa komið til álita að hann segði upp starfi sínu