Stöðvaði ekki fréttina 15. desember 2008 12:33 Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á DV, greinir frá því á vefritinu NEI í dag að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi stöðvað birtingu greinar sem hann skrifaði um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Fréttin hafi snúist um að Sigurjón væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá Landsbankanum. „Ég verð að vísa til Reynis með þetta mál. Ég er ekki að skipta mér af fréttaflutningi af þessu tagi hjá DV eða dv.is eða öðrum miðlum hjá Birtingi," segir Hreinn í samtali við Vísi. Hreinn segist hins vegar oft hafa ákveðnar skoðanir á því sem þar sé skrifað. Hann geri kröfur um það að menn gæti allra sjónarmiða og segi satt og rétt frá. Hann hafi iðulega gert athugasemdir við orðalag og framsetningu. „Ég er alls ekki sáttur við allt sem fram kemur á DV, bara svo að það liggi fyrir. En að ég sé að hlustast til um það hvað þar birtist eða þar birtist ekki er alveg af og frá," segir Hreinn. Ritstjórn DV ákveði það algjörlega sjálf. Reynir Traustason ritstjóri DV sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í morgun að það væri bull að óeðlilegar ástæður hafi legið að baki því að ákveðið var að birta ekki frétt Jóns Bjarka í blaðinu. Fréttin hafi einfaldlega verið gömul og ekki bætt neinu við það sem þegar hafði fram komið á fréttavefnum Eyjunni. Jón Bjarki Magnússon sem skrifaði fréttina segist í samtali við Vísi standa við það að Reynir hafi sagt að aðilar úti í bæ hafi viljað stoppa fréttina. Hann kveðst hafa hætt störfum hjá DV í gær. „Ég sendi Reyni póst í gær þar sem ég sagði honum að ég ætlaði að hætta, og myndi segja frá þessu. Við ræddum þetta síðan í tvo tíma og ég ræddi líka við Jón Trausta (hinn ritstjóra DV) þar sem þeir reyndu að fá mig til þess að hætta við þetta. Ég taldi hinsvegar nauðsynlegt að þetta kæmi fram," segir Jón Bjarki sem starfað hefur á DV síðan í júní. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á DV, greinir frá því á vefritinu NEI í dag að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi stöðvað birtingu greinar sem hann skrifaði um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Fréttin hafi snúist um að Sigurjón væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá Landsbankanum. „Ég verð að vísa til Reynis með þetta mál. Ég er ekki að skipta mér af fréttaflutningi af þessu tagi hjá DV eða dv.is eða öðrum miðlum hjá Birtingi," segir Hreinn í samtali við Vísi. Hreinn segist hins vegar oft hafa ákveðnar skoðanir á því sem þar sé skrifað. Hann geri kröfur um það að menn gæti allra sjónarmiða og segi satt og rétt frá. Hann hafi iðulega gert athugasemdir við orðalag og framsetningu. „Ég er alls ekki sáttur við allt sem fram kemur á DV, bara svo að það liggi fyrir. En að ég sé að hlustast til um það hvað þar birtist eða þar birtist ekki er alveg af og frá," segir Hreinn. Ritstjórn DV ákveði það algjörlega sjálf. Reynir Traustason ritstjóri DV sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í morgun að það væri bull að óeðlilegar ástæður hafi legið að baki því að ákveðið var að birta ekki frétt Jóns Bjarka í blaðinu. Fréttin hafi einfaldlega verið gömul og ekki bætt neinu við það sem þegar hafði fram komið á fréttavefnum Eyjunni. Jón Bjarki Magnússon sem skrifaði fréttina segist í samtali við Vísi standa við það að Reynir hafi sagt að aðilar úti í bæ hafi viljað stoppa fréttina. Hann kveðst hafa hætt störfum hjá DV í gær. „Ég sendi Reyni póst í gær þar sem ég sagði honum að ég ætlaði að hætta, og myndi segja frá þessu. Við ræddum þetta síðan í tvo tíma og ég ræddi líka við Jón Trausta (hinn ritstjóra DV) þar sem þeir reyndu að fá mig til þess að hætta við þetta. Ég taldi hinsvegar nauðsynlegt að þetta kæmi fram," segir Jón Bjarki sem starfað hefur á DV síðan í júní.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira