Stöðvaði ekki fréttina 15. desember 2008 12:33 Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á DV, greinir frá því á vefritinu NEI í dag að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi stöðvað birtingu greinar sem hann skrifaði um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Fréttin hafi snúist um að Sigurjón væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá Landsbankanum. „Ég verð að vísa til Reynis með þetta mál. Ég er ekki að skipta mér af fréttaflutningi af þessu tagi hjá DV eða dv.is eða öðrum miðlum hjá Birtingi," segir Hreinn í samtali við Vísi. Hreinn segist hins vegar oft hafa ákveðnar skoðanir á því sem þar sé skrifað. Hann geri kröfur um það að menn gæti allra sjónarmiða og segi satt og rétt frá. Hann hafi iðulega gert athugasemdir við orðalag og framsetningu. „Ég er alls ekki sáttur við allt sem fram kemur á DV, bara svo að það liggi fyrir. En að ég sé að hlustast til um það hvað þar birtist eða þar birtist ekki er alveg af og frá," segir Hreinn. Ritstjórn DV ákveði það algjörlega sjálf. Reynir Traustason ritstjóri DV sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í morgun að það væri bull að óeðlilegar ástæður hafi legið að baki því að ákveðið var að birta ekki frétt Jóns Bjarka í blaðinu. Fréttin hafi einfaldlega verið gömul og ekki bætt neinu við það sem þegar hafði fram komið á fréttavefnum Eyjunni. Jón Bjarki Magnússon sem skrifaði fréttina segist í samtali við Vísi standa við það að Reynir hafi sagt að aðilar úti í bæ hafi viljað stoppa fréttina. Hann kveðst hafa hætt störfum hjá DV í gær. „Ég sendi Reyni póst í gær þar sem ég sagði honum að ég ætlaði að hætta, og myndi segja frá þessu. Við ræddum þetta síðan í tvo tíma og ég ræddi líka við Jón Trausta (hinn ritstjóra DV) þar sem þeir reyndu að fá mig til þess að hætta við þetta. Ég taldi hinsvegar nauðsynlegt að þetta kæmi fram," segir Jón Bjarki sem starfað hefur á DV síðan í júní. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á DV, greinir frá því á vefritinu NEI í dag að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi stöðvað birtingu greinar sem hann skrifaði um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Fréttin hafi snúist um að Sigurjón væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá Landsbankanum. „Ég verð að vísa til Reynis með þetta mál. Ég er ekki að skipta mér af fréttaflutningi af þessu tagi hjá DV eða dv.is eða öðrum miðlum hjá Birtingi," segir Hreinn í samtali við Vísi. Hreinn segist hins vegar oft hafa ákveðnar skoðanir á því sem þar sé skrifað. Hann geri kröfur um það að menn gæti allra sjónarmiða og segi satt og rétt frá. Hann hafi iðulega gert athugasemdir við orðalag og framsetningu. „Ég er alls ekki sáttur við allt sem fram kemur á DV, bara svo að það liggi fyrir. En að ég sé að hlustast til um það hvað þar birtist eða þar birtist ekki er alveg af og frá," segir Hreinn. Ritstjórn DV ákveði það algjörlega sjálf. Reynir Traustason ritstjóri DV sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í morgun að það væri bull að óeðlilegar ástæður hafi legið að baki því að ákveðið var að birta ekki frétt Jóns Bjarka í blaðinu. Fréttin hafi einfaldlega verið gömul og ekki bætt neinu við það sem þegar hafði fram komið á fréttavefnum Eyjunni. Jón Bjarki Magnússon sem skrifaði fréttina segist í samtali við Vísi standa við það að Reynir hafi sagt að aðilar úti í bæ hafi viljað stoppa fréttina. Hann kveðst hafa hætt störfum hjá DV í gær. „Ég sendi Reyni póst í gær þar sem ég sagði honum að ég ætlaði að hætta, og myndi segja frá þessu. Við ræddum þetta síðan í tvo tíma og ég ræddi líka við Jón Trausta (hinn ritstjóra DV) þar sem þeir reyndu að fá mig til þess að hætta við þetta. Ég taldi hinsvegar nauðsynlegt að þetta kæmi fram," segir Jón Bjarki sem starfað hefur á DV síðan í júní.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira