Reynir biðst afsökunar - Nýtur stuðnings stjórnar Birtíngs 16. desember 2008 19:01 Reynir Traustason. Reynir Traustason, ritstjóri DV, biðst afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum vegna yfirlýsingar Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns DV, í gær. ,,Vandasamt er að bregðast við í slíkum aðstæðum og ég harma að fyrstu viðbrögð mín voru ónákvæm enda mundi ég ekki samtal mitt við starfsmanninn frá orði til orðs. Ég bið samstarfsmenn mína og alla hlutaðeigandi afsökunar en tel að sú yfirsjón sé ekki af þeirri stærðargráðu að réttlæti uppsögn af minni hálfu. Raunar hefur stjórn og framkvæmdastjórn Birtíngs lýst því yfir við mig að ég njóti fulls trausts til áframhaldandi starfa sem ritstjóri DV," segir Reynir í tilkynningu. Kastljós birti í gær upptöku af samtali Reynis og Jóns um hvers vegna frétt Jóns hafi ekki verið birt í blaðinu. Reynir segir í upptökunni að stórir aðilar hafi komið í veg fyrir birtingu fréttarinnar á krafti fjármagns. Ritstjórar DV, feðgarnir Reynir og Jón Trausti Reynisson, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þeir segja að það rangt að stórir aðilir hafi komið í veg fyrir að fréttin yrði birt. ,,Tveggja manna trúnaðarsamtal er varhugaverð heimild. Í slíku samtali tala menn gjarnan opinskátt og segja jafnvel meira en þeir meina eða vilja sagt hafa. Í þessu einkasamtali við starfsmanninn viðhafði ég óvarleg ummæli um nafngreinda einstaklinga í hita augnabliksins. Ég harma framsetningu þeirra og bið viðkomandi afsökunar. Ég fékk ekki við neitt ráðið. Þessi ummæli eru því ekki aðeins meiðandi fyrir viðkomandi heldur einnig fyrir mig persónulega. Hver og einn á rétt á leiðréttingu orða sinna. Kastljós virti slík sjónarmið að vettugi. Hér var því um að ræða alvarlegt brot gegn persónufriðhelgi minni," segir Reynir. Tengdar fréttir Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. 15. desember 2008 21:27 Jón Bjarki: Upptakan sýnir að Reynir er tvísaga Upptaka sem spiluð var í Kastsljósi í kvöld sýnir að Reynir Traustason, ritstjóri DV, er tvísaga, að mati Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns DV. ,,Reynir heldur því fram í dag að ég sé að bulla að það hafi engir aðilar hafi reynt að stoppa fréttina en upptakan sýnir að þetta var ekki þannig." Það sé greinilegt að Reynir sé tvísaga. 15. desember 2008 22:50 Blaðamaður DV segir upp störfum - Reynir situr áfram Einn af blaðamönnum DV sagði upp störfum í dag eftir að Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, varð uppvís að því að því að vera tvísaga. Ritstjórinn segir það ekki koma til álita að segja starfi sínu lausu. 16. desember 2008 18:39 Björgólfur ber af sér sakir í DV máli Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans segist ekki hafa haft nein afskipti af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi ákveðið að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í blaðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björgólfur sendi frá sér fyrir stundu. 16. desember 2008 13:37 Blaðamenn Dv funda án ritstjóra Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn. 16. desember 2008 12:08 Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Reynir Traustason, ritstjóri DV, biðst afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum vegna yfirlýsingar Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns DV, í gær. ,,Vandasamt er að bregðast við í slíkum aðstæðum og ég harma að fyrstu viðbrögð mín voru ónákvæm enda mundi ég ekki samtal mitt við starfsmanninn frá orði til orðs. Ég bið samstarfsmenn mína og alla hlutaðeigandi afsökunar en tel að sú yfirsjón sé ekki af þeirri stærðargráðu að réttlæti uppsögn af minni hálfu. Raunar hefur stjórn og framkvæmdastjórn Birtíngs lýst því yfir við mig að ég njóti fulls trausts til áframhaldandi starfa sem ritstjóri DV," segir Reynir í tilkynningu. Kastljós birti í gær upptöku af samtali Reynis og Jóns um hvers vegna frétt Jóns hafi ekki verið birt í blaðinu. Reynir segir í upptökunni að stórir aðilar hafi komið í veg fyrir birtingu fréttarinnar á krafti fjármagns. Ritstjórar DV, feðgarnir Reynir og Jón Trausti Reynisson, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þeir segja að það rangt að stórir aðilir hafi komið í veg fyrir að fréttin yrði birt. ,,Tveggja manna trúnaðarsamtal er varhugaverð heimild. Í slíku samtali tala menn gjarnan opinskátt og segja jafnvel meira en þeir meina eða vilja sagt hafa. Í þessu einkasamtali við starfsmanninn viðhafði ég óvarleg ummæli um nafngreinda einstaklinga í hita augnabliksins. Ég harma framsetningu þeirra og bið viðkomandi afsökunar. Ég fékk ekki við neitt ráðið. Þessi ummæli eru því ekki aðeins meiðandi fyrir viðkomandi heldur einnig fyrir mig persónulega. Hver og einn á rétt á leiðréttingu orða sinna. Kastljós virti slík sjónarmið að vettugi. Hér var því um að ræða alvarlegt brot gegn persónufriðhelgi minni," segir Reynir.
Tengdar fréttir Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. 15. desember 2008 21:27 Jón Bjarki: Upptakan sýnir að Reynir er tvísaga Upptaka sem spiluð var í Kastsljósi í kvöld sýnir að Reynir Traustason, ritstjóri DV, er tvísaga, að mati Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns DV. ,,Reynir heldur því fram í dag að ég sé að bulla að það hafi engir aðilar hafi reynt að stoppa fréttina en upptakan sýnir að þetta var ekki þannig." Það sé greinilegt að Reynir sé tvísaga. 15. desember 2008 22:50 Blaðamaður DV segir upp störfum - Reynir situr áfram Einn af blaðamönnum DV sagði upp störfum í dag eftir að Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, varð uppvís að því að því að vera tvísaga. Ritstjórinn segir það ekki koma til álita að segja starfi sínu lausu. 16. desember 2008 18:39 Björgólfur ber af sér sakir í DV máli Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans segist ekki hafa haft nein afskipti af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi ákveðið að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í blaðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björgólfur sendi frá sér fyrir stundu. 16. desember 2008 13:37 Blaðamenn Dv funda án ritstjóra Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn. 16. desember 2008 12:08 Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. 15. desember 2008 21:27
Jón Bjarki: Upptakan sýnir að Reynir er tvísaga Upptaka sem spiluð var í Kastsljósi í kvöld sýnir að Reynir Traustason, ritstjóri DV, er tvísaga, að mati Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns DV. ,,Reynir heldur því fram í dag að ég sé að bulla að það hafi engir aðilar hafi reynt að stoppa fréttina en upptakan sýnir að þetta var ekki þannig." Það sé greinilegt að Reynir sé tvísaga. 15. desember 2008 22:50
Blaðamaður DV segir upp störfum - Reynir situr áfram Einn af blaðamönnum DV sagði upp störfum í dag eftir að Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, varð uppvís að því að því að vera tvísaga. Ritstjórinn segir það ekki koma til álita að segja starfi sínu lausu. 16. desember 2008 18:39
Björgólfur ber af sér sakir í DV máli Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans segist ekki hafa haft nein afskipti af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi ákveðið að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í blaðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björgólfur sendi frá sér fyrir stundu. 16. desember 2008 13:37
Blaðamenn Dv funda án ritstjóra Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn. 16. desember 2008 12:08
Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42