Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV 15. desember 2008 21:27 Reynir Traustason. Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. Á upptökunni má heyra þegar Reynir útskýrir hvers vegna frétt Jóns hafi ekki verið birt í blaðinu. Fréttin fjallaði um að Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans, væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá bankanum. Reynir segir í upptökunni að stórir aðilar hafi komið í veg fyrir birtingu fréttarinnar á krafti fjármagns. „Þetta er trúnaðarsamtal mitt við undirmann sem hann tekur upp gegn minni vitneskju og þessu er útvarpað yfir landið," sagði Reynir í samtali við Vísi. „Ég er undrandi að fjölmiðilinn skuli birta þetta. Það mun verða skoðað mjög gaumgæfilega hvernig ég bregst við því.“ Ætlar að halda áfram sem ritstjóri Reynir sagðist ekki hafa íhugað láta af störfum sem ritstjóri blaðsins vegna málsins. „Þetta mál er ekki efni til þess í sjálfu sér að grípa til einhverja drastískra ákvörðunar. Ég hef alltaf verið til í að víkja ef ég met það svo að þetta mál skaði blaðið með einhverjum hætti. Ég met það ekki þannig að svo stöddu.“ Fékk agressívar meldingar Ritstjórinn vildi ekki staðfesta að Björgólfur Guðmundsson, fyrrum stjórnarformaður, hafi staðið persónulega í ógnunum gagnvart blaðinu. „Einhverjir muna að Björgólfur vildi eitt sinn kaupa DV fyrir 500 milljónir og leggja blaðið niður.“ Reynir sagði að DV ætti marga óvini og hann hafi fengið símtöl og „agressívar meldingar.“ Enginn geti sakað ritstjóra blaðsins um að hafa haldið til baka alvöru fréttum. Reynir sagði að þetta tiltekna mál og fréttin um Sigurjón hafi hafi verið smámál. „Fréttin var búin að koma fram á Eyjunni og okkur vantaði meira kjöt á beinin.“ Til að mynda viðbrögð frá bankanum við þeim ásökunum sem fram komu í fréttinni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Yfirlýsing blaðamanna DV Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. 15. desember 2008 13:41 Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33 Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Sjá meira
Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. Á upptökunni má heyra þegar Reynir útskýrir hvers vegna frétt Jóns hafi ekki verið birt í blaðinu. Fréttin fjallaði um að Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans, væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá bankanum. Reynir segir í upptökunni að stórir aðilar hafi komið í veg fyrir birtingu fréttarinnar á krafti fjármagns. „Þetta er trúnaðarsamtal mitt við undirmann sem hann tekur upp gegn minni vitneskju og þessu er útvarpað yfir landið," sagði Reynir í samtali við Vísi. „Ég er undrandi að fjölmiðilinn skuli birta þetta. Það mun verða skoðað mjög gaumgæfilega hvernig ég bregst við því.“ Ætlar að halda áfram sem ritstjóri Reynir sagðist ekki hafa íhugað láta af störfum sem ritstjóri blaðsins vegna málsins. „Þetta mál er ekki efni til þess í sjálfu sér að grípa til einhverja drastískra ákvörðunar. Ég hef alltaf verið til í að víkja ef ég met það svo að þetta mál skaði blaðið með einhverjum hætti. Ég met það ekki þannig að svo stöddu.“ Fékk agressívar meldingar Ritstjórinn vildi ekki staðfesta að Björgólfur Guðmundsson, fyrrum stjórnarformaður, hafi staðið persónulega í ógnunum gagnvart blaðinu. „Einhverjir muna að Björgólfur vildi eitt sinn kaupa DV fyrir 500 milljónir og leggja blaðið niður.“ Reynir sagði að DV ætti marga óvini og hann hafi fengið símtöl og „agressívar meldingar.“ Enginn geti sakað ritstjóra blaðsins um að hafa haldið til baka alvöru fréttum. Reynir sagði að þetta tiltekna mál og fréttin um Sigurjón hafi hafi verið smámál. „Fréttin var búin að koma fram á Eyjunni og okkur vantaði meira kjöt á beinin.“ Til að mynda viðbrögð frá bankanum við þeim ásökunum sem fram komu í fréttinni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Yfirlýsing blaðamanna DV Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. 15. desember 2008 13:41 Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33 Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Sjá meira
Yfirlýsing blaðamanna DV Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. 15. desember 2008 13:41
Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33
Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42