Erlent

Hafnar við­tali gegn 15 milljarða króna greiðslu

Ein af fáum myndum sem til eru af Elísabetu frá unglingsárunum.
Ein af fáum myndum sem til eru af Elísabetu frá unglingsárunum.

Elísabet Fritzl hefur hafnað því að veita blaðaviðtal gegn rúmlega fimmtán milljarða króna greiðslu, um árin sem faðir hennar hélt henni fanginni í kjallara heimilis þeirra í Austurríki.

Faðirinn nauðgaði henni stöðugt og eignaðist með henni sjö börn. Eitt þeirra lést. Lögfræðingur fjölskyldunnar segir að það sem hún þurfi nú fyrst og fremst sé ró og friður fyrir fjölmiðlum.

Elísabet sem nú er 42 ára gömul var hneppt í þrældóminn þegar hún var aðeins átján ára. Lögfræðingur hennar segir að hún hljóti að vera gríðarlega sterk kona að komast frá fangavist sinni jafn andlega heil og hún sé.

Hún hafi haldið börnum sínum heimili í kjallaranum eftir bestu getu. Kennt þeim að lesa, skrifa og reikna og yfirleitt allt annað sem hún hafði lært á sinni stuttu ævi, áður en hún var fangelsuð.

Henni er nú mest í mun að finna stað þar sem fjölskyldan geti búið saman ásamt móður hennar Elísabetu. Hún er enn að velta fyrir sér hvort hún eigi að þiggja boð um að þau fái öll ný nöfn og verði fundinn staður þar sem þau geti hafið nýtt líf.

Líkurnar á því að þau geti farið huldu höfði um alla framtíð eru þó ekki taldar góðar. Elísabet er sögð jafnvel vera að hugsa um að þau eignist heimili sitt í heimabænum Amstetten.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×