Erlent

Joseph Fritzl fær fjöll af ástar­bréfum í fangelsið

Fólk hefur sem betur fer mismunandi smekk á mökum. Líklegt verður þó að teljast að kjallaraskrímslið Joseph Fritzl sé ekki eftirsóttasti piparsveinn í heimi. Eða hvað?

Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallara heimilis síns í 24 ár og gat henni sjö börn, hafa borist tvöhundruð ástarbréf í Sankt Poelten fangelsið í Austurríki þar sem hann situr nú.

Í grein í Daily Mail kemur fram að margar kvennanna sem skrifa hinum rúmlega sjötuga Fritzl telja hann góðan inn við beinið og „misskilinn". Enda hafi hann bara lokað Elísabetu dóttur sína, þá átján ára, niðri í kjallara til að forða henni frá því að lenda í rugli. Elísabet, sem nú er 42 ára, hefur dvalið á geðsjúkrahúsi frá því hún slapp úr prísundinni.

Ástarbréfin eru þó ekki eini pósturinn sem Fritzl berst í fangelsið. Honum hafa borist um fimm þúsund bréf, flest þeirra á neikvæðu nótunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×