Ríkisstjóri New York segir af sér 12. mars 2008 15:39 Eliot Spitzer ríkisstjóri New York sagði af sér nú rétt í þessu. Á blaðamannafundi sem sjónvarpað var beint á CNN baðst hann innilega afsökunar á því að hafa ekki staðist væntingar. Með konu sína sér við hlið sagðist hann iðrast mjög, en bætti jafnframt við að sem opinber starfsmaður hefði hann náð miklum árangri. Hann gæti þó ekki leyft persónulegum mistökum að skemma fyrir opinberum störfum sínum. Gríðarlegur fjöldi fjölmiðlafólks var við bygginguna og þyrla sveimaði yfir. Spitzer hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að upp komst að hann tengdist vændishring sem nú sætir lögreglurannsókn. Nokkrir þingmenn í New York hafa krafist afsagnar Spitzer en hann hefur þráast við og setið fundi með lögmönnum sínum síðan kaup hans á þjónustu vændiskonu urðu opinber í upphafi vikunnar. Lögmennirnir hafa meðal annars kannað hvernig ríkisstjórinn geti komist hjá opinberri ákæru ef hann lætur af embætti. Eins og kunnugt er af fréttum var Spitzer gripinn með lúxusvændiskonu á hóteli í Washington í síðasta mánuði og var handtaka hans liður í rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á alþjóðlegum vændishring sem seldi þjónustu sína til hinna þekktu og ríku. Spitzer var ekki nafngreindur í rannsókn FBI en heimildarmaður CNN-fréttastofunnar segir hann hafa verið nefndan „Viðskiptavin-9". Hann hefur ekki verið ákærður. Bandaríska blaðið New York Times hefur heimildir fyrir því að Spitzer hafi notfært sér þjónustu vændiskvenna að staðaldri síðustu tíu árin eða svo fyrir allt að fimm milljónum króna.Málið er sérlega neyðarleg fyrir Spitzer því hann komst til metorða sem ríkissaksóknari fyrir baráttu sína gegn hvítflibbaglæpum og gekk undir nafninu Fógetinn af Wall Street. Hann vann einnig í nokkrum málum gegn vændishringjum. Þegar hann var kjörinn ríkisstjóri árið 2006 var eitt helsta baráttumál hans að berjast gegn vændi í New York. Hann var talinn eiga bjarta framtíð í stjórnmálum vestanhafs og þótti meðal annars álitlegt forsetaefni demókrata í framtíðinni. Samkvæmt fregnum nýtur Spitzer lítils stuðnings eða samúðar innan flokksins nú. Spitzer baðst afsökunar á mánudag en sagði ekki á hverju og hefur ekki svarað spurningum um málið. Tengdar fréttir Reiknað er með afsögn ríkisstjórans í New York í dag Reiknað er með að ríkisstjórinn í New York muni segja af sér í dag. Forystumaður Repúblikana á ríkisþinginu hefur gefið ríkisstjóranum 48 stunda frest til að segja af sér annars muni þingið svipta hann embættinu. 12. mars 2008 06:51 Vændiskonan sem felldi Spitzer er tilvonandi söngkona Vændiskonan sem kostaði Eliot Spitzer ríkisstjóra í New York starfið er 22 ára gömul söngkona sem reynt hefur án árangurs að koma sér áfram á tónlistarsviðinu. 13. mars 2008 07:50 Íbúar New York vilja afsögn ríkisstjórans Ný skoðanakönnun sýnir að sjö af hverjum tíu íbúum New York vilja að Eliot Spitzer ríkisstjóri segi af sér eftir að upp komst um tengsl hans við vændishring. 12. mars 2008 14:54 Ríkisstjóri New York gripinn með lúxusmellu Ríkisstjórinn í New York berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að hann var gripinn með lúxusmellu á hóteli í Washington í síðasta mánuði. 11. mars 2008 06:45 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Eliot Spitzer ríkisstjóri New York sagði af sér nú rétt í þessu. Á blaðamannafundi sem sjónvarpað var beint á CNN baðst hann innilega afsökunar á því að hafa ekki staðist væntingar. Með konu sína sér við hlið sagðist hann iðrast mjög, en bætti jafnframt við að sem opinber starfsmaður hefði hann náð miklum árangri. Hann gæti þó ekki leyft persónulegum mistökum að skemma fyrir opinberum störfum sínum. Gríðarlegur fjöldi fjölmiðlafólks var við bygginguna og þyrla sveimaði yfir. Spitzer hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að upp komst að hann tengdist vændishring sem nú sætir lögreglurannsókn. Nokkrir þingmenn í New York hafa krafist afsagnar Spitzer en hann hefur þráast við og setið fundi með lögmönnum sínum síðan kaup hans á þjónustu vændiskonu urðu opinber í upphafi vikunnar. Lögmennirnir hafa meðal annars kannað hvernig ríkisstjórinn geti komist hjá opinberri ákæru ef hann lætur af embætti. Eins og kunnugt er af fréttum var Spitzer gripinn með lúxusvændiskonu á hóteli í Washington í síðasta mánuði og var handtaka hans liður í rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á alþjóðlegum vændishring sem seldi þjónustu sína til hinna þekktu og ríku. Spitzer var ekki nafngreindur í rannsókn FBI en heimildarmaður CNN-fréttastofunnar segir hann hafa verið nefndan „Viðskiptavin-9". Hann hefur ekki verið ákærður. Bandaríska blaðið New York Times hefur heimildir fyrir því að Spitzer hafi notfært sér þjónustu vændiskvenna að staðaldri síðustu tíu árin eða svo fyrir allt að fimm milljónum króna.Málið er sérlega neyðarleg fyrir Spitzer því hann komst til metorða sem ríkissaksóknari fyrir baráttu sína gegn hvítflibbaglæpum og gekk undir nafninu Fógetinn af Wall Street. Hann vann einnig í nokkrum málum gegn vændishringjum. Þegar hann var kjörinn ríkisstjóri árið 2006 var eitt helsta baráttumál hans að berjast gegn vændi í New York. Hann var talinn eiga bjarta framtíð í stjórnmálum vestanhafs og þótti meðal annars álitlegt forsetaefni demókrata í framtíðinni. Samkvæmt fregnum nýtur Spitzer lítils stuðnings eða samúðar innan flokksins nú. Spitzer baðst afsökunar á mánudag en sagði ekki á hverju og hefur ekki svarað spurningum um málið.
Tengdar fréttir Reiknað er með afsögn ríkisstjórans í New York í dag Reiknað er með að ríkisstjórinn í New York muni segja af sér í dag. Forystumaður Repúblikana á ríkisþinginu hefur gefið ríkisstjóranum 48 stunda frest til að segja af sér annars muni þingið svipta hann embættinu. 12. mars 2008 06:51 Vændiskonan sem felldi Spitzer er tilvonandi söngkona Vændiskonan sem kostaði Eliot Spitzer ríkisstjóra í New York starfið er 22 ára gömul söngkona sem reynt hefur án árangurs að koma sér áfram á tónlistarsviðinu. 13. mars 2008 07:50 Íbúar New York vilja afsögn ríkisstjórans Ný skoðanakönnun sýnir að sjö af hverjum tíu íbúum New York vilja að Eliot Spitzer ríkisstjóri segi af sér eftir að upp komst um tengsl hans við vændishring. 12. mars 2008 14:54 Ríkisstjóri New York gripinn með lúxusmellu Ríkisstjórinn í New York berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að hann var gripinn með lúxusmellu á hóteli í Washington í síðasta mánuði. 11. mars 2008 06:45 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Reiknað er með afsögn ríkisstjórans í New York í dag Reiknað er með að ríkisstjórinn í New York muni segja af sér í dag. Forystumaður Repúblikana á ríkisþinginu hefur gefið ríkisstjóranum 48 stunda frest til að segja af sér annars muni þingið svipta hann embættinu. 12. mars 2008 06:51
Vændiskonan sem felldi Spitzer er tilvonandi söngkona Vændiskonan sem kostaði Eliot Spitzer ríkisstjóra í New York starfið er 22 ára gömul söngkona sem reynt hefur án árangurs að koma sér áfram á tónlistarsviðinu. 13. mars 2008 07:50
Íbúar New York vilja afsögn ríkisstjórans Ný skoðanakönnun sýnir að sjö af hverjum tíu íbúum New York vilja að Eliot Spitzer ríkisstjóri segi af sér eftir að upp komst um tengsl hans við vændishring. 12. mars 2008 14:54
Ríkisstjóri New York gripinn með lúxusmellu Ríkisstjórinn í New York berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að hann var gripinn með lúxusmellu á hóteli í Washington í síðasta mánuði. 11. mars 2008 06:45