Varað við frekara óveðri í Kína 2. febrúar 2008 12:27 Kínverji tekur eigur sínar í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína á meðan lögregla heldur farþegum frá veginum að lestarstöðinni. Lestarstöðvar eru troðfullar af fólki sem reynir að komast í þær fáu lestir sem ganga. MYND/AFP Kínversk stjórnvöld vara almenning í landinu við frekara óveðri um leið og reynt er að takast á við verstu vetrarveður í meira en hálfa öld. Næstum tvær milljónir Kínverja eru nú í neyðarskýlum vegna óvenjumikilla kulda undanfarna daga. Stjórnvöld í Kína vara almenning við frekari vetrarhörkum á næstunni. Enn kyngir niður snjó í sunnanverðu Kína. Ástandið hefur ekki verið jafn slæmt í hálfa öld. Heilu borgirnar eru rafmagnslausar. Bæði hafa raforkuver ekki við og svo hafa raflínur hrunið undan snjóþunganum. Þúsundir hermanna hafa verið sendir út til að hreinsa klaka af raf- og símalínum. Rúmlega 220 þúsund fjölskyldur hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir að þök hafa hrunið undan ísþunga. Tæplega tvær milljónir manna eru í neyðarskýlum. Uppskerubrestur og erfiðleikar við aðflutninga hafa þegar valdið miklum verðhækkunum á matvöru þannig að sumar vörur hafa allt að þrefaldast í verði. Lestarstöðin í Kanton er enn yfirfull. Þegar mest var voru um átta hundruð þúsund manns á stöðinni að reyna að troða sér í þær fáu lestir sem gengu. Stjórnvöld hafa hvatt fólk til að hætta við ferðir. En nýársfríið, þegar kínverska nýárið gengur í garð, er eina tækifæri milljóna verkamanna við suðurströndina til að heimsækja fjölskyldur sínar. Kolanámur hætta gjarnan vinnslu í nokkra daga yfir nýársdagana en stjórnvöld hafa skipað þeim að halda áfram framleiðslu núna til að koma í veg fyrir að raforkuver verði uppiskropa með kol á versta tíma. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Kínversk stjórnvöld vara almenning í landinu við frekara óveðri um leið og reynt er að takast á við verstu vetrarveður í meira en hálfa öld. Næstum tvær milljónir Kínverja eru nú í neyðarskýlum vegna óvenjumikilla kulda undanfarna daga. Stjórnvöld í Kína vara almenning við frekari vetrarhörkum á næstunni. Enn kyngir niður snjó í sunnanverðu Kína. Ástandið hefur ekki verið jafn slæmt í hálfa öld. Heilu borgirnar eru rafmagnslausar. Bæði hafa raforkuver ekki við og svo hafa raflínur hrunið undan snjóþunganum. Þúsundir hermanna hafa verið sendir út til að hreinsa klaka af raf- og símalínum. Rúmlega 220 þúsund fjölskyldur hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir að þök hafa hrunið undan ísþunga. Tæplega tvær milljónir manna eru í neyðarskýlum. Uppskerubrestur og erfiðleikar við aðflutninga hafa þegar valdið miklum verðhækkunum á matvöru þannig að sumar vörur hafa allt að þrefaldast í verði. Lestarstöðin í Kanton er enn yfirfull. Þegar mest var voru um átta hundruð þúsund manns á stöðinni að reyna að troða sér í þær fáu lestir sem gengu. Stjórnvöld hafa hvatt fólk til að hætta við ferðir. En nýársfríið, þegar kínverska nýárið gengur í garð, er eina tækifæri milljóna verkamanna við suðurströndina til að heimsækja fjölskyldur sínar. Kolanámur hætta gjarnan vinnslu í nokkra daga yfir nýársdagana en stjórnvöld hafa skipað þeim að halda áfram framleiðslu núna til að koma í veg fyrir að raforkuver verði uppiskropa með kol á versta tíma.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira