Erlent

Sprenging í Columbo kostar a.m.k. fjóra lífið

Sprengja sem beint var gegn hermannarútu í Colombo, höfuðborg Srí Lanka, hefur kostað að minnsta kosti fjögur mannslíf og 20 eru særðir að sögn yfirvalda.

Sprengjan sprakk við fjölmenn gatnamót er rútan ók þar hjá. Að sögn starfsmanna á nærliggjandi sjúikrahúsi eru tveir hinna látnu hermenn. Ekki er vitað á þessari stundu hverjir stóðu að þessu tilræði en grunur leikur á að Tamíltígrar, sem tekist hafa á við stjórnvöld undanfarin misseri, hafi skipulagt það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×