Ríkisstjóri New York segir af sér 12. mars 2008 15:39 Eliot Spitzer ríkisstjóri New York sagði af sér nú rétt í þessu. Á blaðamannafundi sem sjónvarpað var beint á CNN baðst hann innilega afsökunar á því að hafa ekki staðist væntingar. Með konu sína sér við hlið sagðist hann iðrast mjög, en bætti jafnframt við að sem opinber starfsmaður hefði hann náð miklum árangri. Hann gæti þó ekki leyft persónulegum mistökum að skemma fyrir opinberum störfum sínum. Gríðarlegur fjöldi fjölmiðlafólks var við bygginguna og þyrla sveimaði yfir. Spitzer hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að upp komst að hann tengdist vændishring sem nú sætir lögreglurannsókn. Nokkrir þingmenn í New York hafa krafist afsagnar Spitzer en hann hefur þráast við og setið fundi með lögmönnum sínum síðan kaup hans á þjónustu vændiskonu urðu opinber í upphafi vikunnar. Lögmennirnir hafa meðal annars kannað hvernig ríkisstjórinn geti komist hjá opinberri ákæru ef hann lætur af embætti. Eins og kunnugt er af fréttum var Spitzer gripinn með lúxusvændiskonu á hóteli í Washington í síðasta mánuði og var handtaka hans liður í rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á alþjóðlegum vændishring sem seldi þjónustu sína til hinna þekktu og ríku. Spitzer var ekki nafngreindur í rannsókn FBI en heimildarmaður CNN-fréttastofunnar segir hann hafa verið nefndan „Viðskiptavin-9". Hann hefur ekki verið ákærður. Bandaríska blaðið New York Times hefur heimildir fyrir því að Spitzer hafi notfært sér þjónustu vændiskvenna að staðaldri síðustu tíu árin eða svo fyrir allt að fimm milljónum króna.Málið er sérlega neyðarleg fyrir Spitzer því hann komst til metorða sem ríkissaksóknari fyrir baráttu sína gegn hvítflibbaglæpum og gekk undir nafninu Fógetinn af Wall Street. Hann vann einnig í nokkrum málum gegn vændishringjum. Þegar hann var kjörinn ríkisstjóri árið 2006 var eitt helsta baráttumál hans að berjast gegn vændi í New York. Hann var talinn eiga bjarta framtíð í stjórnmálum vestanhafs og þótti meðal annars álitlegt forsetaefni demókrata í framtíðinni. Samkvæmt fregnum nýtur Spitzer lítils stuðnings eða samúðar innan flokksins nú. Spitzer baðst afsökunar á mánudag en sagði ekki á hverju og hefur ekki svarað spurningum um málið. Tengdar fréttir Reiknað er með afsögn ríkisstjórans í New York í dag Reiknað er með að ríkisstjórinn í New York muni segja af sér í dag. Forystumaður Repúblikana á ríkisþinginu hefur gefið ríkisstjóranum 48 stunda frest til að segja af sér annars muni þingið svipta hann embættinu. 12. mars 2008 06:51 Vændiskonan sem felldi Spitzer er tilvonandi söngkona Vændiskonan sem kostaði Eliot Spitzer ríkisstjóra í New York starfið er 22 ára gömul söngkona sem reynt hefur án árangurs að koma sér áfram á tónlistarsviðinu. 13. mars 2008 07:50 Íbúar New York vilja afsögn ríkisstjórans Ný skoðanakönnun sýnir að sjö af hverjum tíu íbúum New York vilja að Eliot Spitzer ríkisstjóri segi af sér eftir að upp komst um tengsl hans við vændishring. 12. mars 2008 14:54 Ríkisstjóri New York gripinn með lúxusmellu Ríkisstjórinn í New York berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að hann var gripinn með lúxusmellu á hóteli í Washington í síðasta mánuði. 11. mars 2008 06:45 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Sjá meira
Eliot Spitzer ríkisstjóri New York sagði af sér nú rétt í þessu. Á blaðamannafundi sem sjónvarpað var beint á CNN baðst hann innilega afsökunar á því að hafa ekki staðist væntingar. Með konu sína sér við hlið sagðist hann iðrast mjög, en bætti jafnframt við að sem opinber starfsmaður hefði hann náð miklum árangri. Hann gæti þó ekki leyft persónulegum mistökum að skemma fyrir opinberum störfum sínum. Gríðarlegur fjöldi fjölmiðlafólks var við bygginguna og þyrla sveimaði yfir. Spitzer hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að upp komst að hann tengdist vændishring sem nú sætir lögreglurannsókn. Nokkrir þingmenn í New York hafa krafist afsagnar Spitzer en hann hefur þráast við og setið fundi með lögmönnum sínum síðan kaup hans á þjónustu vændiskonu urðu opinber í upphafi vikunnar. Lögmennirnir hafa meðal annars kannað hvernig ríkisstjórinn geti komist hjá opinberri ákæru ef hann lætur af embætti. Eins og kunnugt er af fréttum var Spitzer gripinn með lúxusvændiskonu á hóteli í Washington í síðasta mánuði og var handtaka hans liður í rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á alþjóðlegum vændishring sem seldi þjónustu sína til hinna þekktu og ríku. Spitzer var ekki nafngreindur í rannsókn FBI en heimildarmaður CNN-fréttastofunnar segir hann hafa verið nefndan „Viðskiptavin-9". Hann hefur ekki verið ákærður. Bandaríska blaðið New York Times hefur heimildir fyrir því að Spitzer hafi notfært sér þjónustu vændiskvenna að staðaldri síðustu tíu árin eða svo fyrir allt að fimm milljónum króna.Málið er sérlega neyðarleg fyrir Spitzer því hann komst til metorða sem ríkissaksóknari fyrir baráttu sína gegn hvítflibbaglæpum og gekk undir nafninu Fógetinn af Wall Street. Hann vann einnig í nokkrum málum gegn vændishringjum. Þegar hann var kjörinn ríkisstjóri árið 2006 var eitt helsta baráttumál hans að berjast gegn vændi í New York. Hann var talinn eiga bjarta framtíð í stjórnmálum vestanhafs og þótti meðal annars álitlegt forsetaefni demókrata í framtíðinni. Samkvæmt fregnum nýtur Spitzer lítils stuðnings eða samúðar innan flokksins nú. Spitzer baðst afsökunar á mánudag en sagði ekki á hverju og hefur ekki svarað spurningum um málið.
Tengdar fréttir Reiknað er með afsögn ríkisstjórans í New York í dag Reiknað er með að ríkisstjórinn í New York muni segja af sér í dag. Forystumaður Repúblikana á ríkisþinginu hefur gefið ríkisstjóranum 48 stunda frest til að segja af sér annars muni þingið svipta hann embættinu. 12. mars 2008 06:51 Vændiskonan sem felldi Spitzer er tilvonandi söngkona Vændiskonan sem kostaði Eliot Spitzer ríkisstjóra í New York starfið er 22 ára gömul söngkona sem reynt hefur án árangurs að koma sér áfram á tónlistarsviðinu. 13. mars 2008 07:50 Íbúar New York vilja afsögn ríkisstjórans Ný skoðanakönnun sýnir að sjö af hverjum tíu íbúum New York vilja að Eliot Spitzer ríkisstjóri segi af sér eftir að upp komst um tengsl hans við vændishring. 12. mars 2008 14:54 Ríkisstjóri New York gripinn með lúxusmellu Ríkisstjórinn í New York berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að hann var gripinn með lúxusmellu á hóteli í Washington í síðasta mánuði. 11. mars 2008 06:45 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Sjá meira
Reiknað er með afsögn ríkisstjórans í New York í dag Reiknað er með að ríkisstjórinn í New York muni segja af sér í dag. Forystumaður Repúblikana á ríkisþinginu hefur gefið ríkisstjóranum 48 stunda frest til að segja af sér annars muni þingið svipta hann embættinu. 12. mars 2008 06:51
Vændiskonan sem felldi Spitzer er tilvonandi söngkona Vændiskonan sem kostaði Eliot Spitzer ríkisstjóra í New York starfið er 22 ára gömul söngkona sem reynt hefur án árangurs að koma sér áfram á tónlistarsviðinu. 13. mars 2008 07:50
Íbúar New York vilja afsögn ríkisstjórans Ný skoðanakönnun sýnir að sjö af hverjum tíu íbúum New York vilja að Eliot Spitzer ríkisstjóri segi af sér eftir að upp komst um tengsl hans við vændishring. 12. mars 2008 14:54
Ríkisstjóri New York gripinn með lúxusmellu Ríkisstjórinn í New York berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að hann var gripinn með lúxusmellu á hóteli í Washington í síðasta mánuði. 11. mars 2008 06:45