Innlent

Þórhallur óttast ekki málsókn Reynis

Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins og ritstjóri Kastljóss.
Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins og ritstjóri Kastljóss.

Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins og ritstjóri Kastljóss, segist ekki óttast hugsanlega málsókn Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrverandi blaðamanns DV, var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. Upptakan átti brýnt erindi til almennings, að mati Þórhalls.

„Ef honum finnst eðlilegt í stöðunni að kæra okkur þá er það hans mat og ég hef ekkert við það að athuga,“ segir Þórhallur og bætir við að Reyni hafi verið boðið að tjá sig um málið í þættinum, en það hafi hann ekki þegið.

Þórhallur segir að samtalið hafi átt brýnt erindi til almennings og því hafi að vel ígrunduðu máli verið tekin sú ákvörðun að ð birta upptökuna.

„Samtalið sýnir að valdamiklir einstaklingar geta beitt fjölmiðla þrýstingi sem hefur áhrif á fréttaflutninginn og það er mikilvægt að fólk átti sig á því hveru hættulegt það er,“ segir Þórhallur.

„Þetta sýnir hversu óeðlilegt það er að í fyrsta lagi að menn beiti þrýstingi í krafti fjármagns eða valda og í öðru lagi að fjölmiðillinn láti undan.“


Tengdar fréttir

Yfirlýsing blaðamanna DV

Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni.

Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV

Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld.

Stöðvaði ekki fréttina

Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð.

Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki

Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×