Þegar fyrri hálfleikur leiks KR og KB í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla var flautaður af var staðan enn markalaus.
KR leikur vitanlega í Landsbankadeild karla og er sigursælasta lið íslenskrar knattspyrnusögu en KB var stofnað í fyrra og stendur fyrir Knattspyrnufélag Breiðholts.
Logi Ólafsson, þjálfari KR, gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik er KR vann 3-0 sigur á Fylki. Kristján Finnbogason kom inn í markið en auk hans komu Kristinn Magnússon, Eggert Rafn Einarsson og Gunnar Örn Jónsson inn í liðið.
KB-menn gerðu tilkall til vítaspyrnu í leiknum en Magnús Jón Björgvinsson dómari leiksins lét ekki til segjast.
Björgólfur Takefusa skoraði svo fyrsta mark leiksins á 49. mínútu og staðan því 1-0 fyrir KR þegar þetta er ritað.