Erlent

Kjallarabarn vakið af dá­svefni

Óli Tynes skrifar
Sjúkrahúsið í Austurríki, með skuggamynd af Kerstin.
Sjúkrahúsið í Austurríki, með skuggamynd af Kerstin.

Læknar í Austurríki eru að vekja hina nítján ára gömlu Kerstin Fritzl af dásvefni sínum.

Henni hefur verið haldið sofandi í öndunarvél síðan hún losnaði úr kjallaraprísund föður síns og afa.

Þar hafði hún lengi verið fárveik og móðir hennar, Elísabet, tókst harkalega á við föður sinn um að koma henni á sjúkrahús.

Það var ekki fyrr en hún féll í dá sem hann loks gaf sig. Henni var lengi ekki hugað líf, en læknar segja nú að henni sé að skána.

Því er verið að minnka lyfjaskammtinn til þess að vekja hana hægt og rólega af dásvefninum. Læknar segja ómögulegt að spá um á hve löngum tíma það verði gert.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×