Jákvæðni og bjartsýni á Fljótsdalshéraði, segir bæjarstjóri Atli Steinn Guðmundsson skrifar 18. júlí 2008 12:08 Eiríkur Björgvinsson. „Við ætluðum helst ekki að svara þessari grein í Morgunblaðinu vegna þess að það er svo mikið af staðreyndavillum og rangfærslum í henni að það er ekki svaravert," sagði Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, um grein Hildar Evlalíu Unnarsdóttur, „Virkjun, álver og hvað svo?" sem Vísir fjallaði meðal annars um í gær í viðtali við Hildi. „Ef það sem kemur fram hjá þessari stúlku eru ekki helber ósannindi þá er það verulega fært í stílinn," sagði Eiríkur og bætti því við að málflutningur Hildar væri allur litaður af því að hún væri yfirlýstur andstæðingur stóriðju á Austurlandi. „Íbúum hér hefur fjölgað um 900 síðastliðin fjögur ár. Þessu hafa fylgt ný atvinnutækifæri og ný störf, bæði í tæknigeiranum og verslun og þjónustu, ekki bara í álverinu. Um fjórðungur starfsmanna álversins býr á Fljótsdalshéraði, það eru opinberar tölur, og það er nú allur fjöldinn. Þau störf sem hafa því orðið til hér á svæðinu eru ekki öll í álveri eða virkjun," sagði Eiríkur enn fremur og sneri talinu því næst að ummælum Hildar um að bjarga Egilsstöðum með háskóla. Tvö hundruð í háskólanámi „Ég held hún ætti að kynna sér þessi mál betur áður en hún fer í loftið með eitthvað svona. Við höfum síðan 2001 verið í viðræðum við menntamálaráðuneytið um uppbyggingu háskólanáms hér á Austurlandi og háskólanám er stundað héðan frá Egilsstöðum. Um 100 nemendur stunda háskólanám héðan frá Héraði og um 200 á Austurlandi öllu," útskýrði Eiríkur og sagði frá uppbyggingu þekkingarseturs sem væri samvinnuverkefni háskólanna í landinni og atvinnulífsins. Engin þörf væri því á að koma upp háskóla á Eiðum þegar háskólanám væri stundað í Þekkingarneti Austurlands á Egilsstöðum. Eiríkur sagði enn fremur frá því að tveir væru á atvinnuleysisskrá á Héraði og væru það nýjustu tölur frá svæðisvinnumiðluninni. Á öllu Austurlandi væru 34 á atvinnuleysisskrá. Orð Hildar um fjöldaatvinnuleysi ættu því ekki við rök að styðjast. Um fjölda óseldra fasteigna sagði Eiríkur að skipulagðar hefðu verið íbúðaeiningar fyrir um 400 íbúa í kringum þá uppbyggingu sem átt hefði sér stað. „Langstærstur hluti þessara eigna er byggður og búið í þeim. Í fyrsta skipti í mörg ár er orðinn hér virkur leigumarkaður. Vissulega stendur hér eitthvað af lausu húsnæði eins og mjög víða annars staðar á landinu," sagði Eiríkur. „Ég er til dæmis með mitt hús á sölu og það er bara vegna þess að ég þarf að stækka við mig. Fjöldi aðila hér er að selja húsnæði vegna þess að sem betur fer er hér virkur fasteignamarkaður eins og annars staðar á landinu," sagði hann enn fremur. Blómlegt leikhúslíf „Aldrei hefur verið eins blómlegt leikhúslíf hérna á Héraði og núna og við erum með eitt af fáum atvinnleikfélögum á landinu auk áhugamannaleikfélags," segir Eiríkur og vísar þar til þeirra orða Hildar að leikfélögin á staðnum væru á vergangi. „Þetta aðstöðuleysi sem hún er tala um var tímabundið, við erum að tala um viku eða mánuð og nú er búið að bjarga því og leikfélagið hefur mjög góða aðstöðu," áréttaði Eiríkur. Að lokum vék hann að því er Hildur lét í veðri vaka að neikvæðni og almenn óánægja væri ríkjandi á Egilsstöðum. „Auðvitað eru einhverjir óánægðir og hafa verið meðal annars vegna virkjanaframkvæmdanna en mikill meirihluti þess fólks sem ég hitti og fólk sem býr hérna er almennt mjög bjartsýnt og jákvætt." Eiríkur vekur athygli á því að árið 2002 fæddist 31 barn á Héraði en 62 árið 2006 og 50 árið 2007. „Ef þetta er ekki jákvæðni og bjartsýni hvað þá," segir hann. Tengdar fréttir Segir ummæli um Malarvinnsluna á Egilsstöðum helber ósannindi „Þetta eru helber ósannindi sem gera ekkert annað en að skaða okkur,“ sagði Lúðvík Friðriksson, framkvæmdastjóri Malarvinnslunnar á Egilsstöðum, sem hafði samband við ritstjórn Vísis og kvaðst verulega ósáttur við ummæli Hildar Evlalíu Unnarsdóttur í viðtali við Vísi í gær 18. júlí 2008 09:23 Vill bjarga Egilsstöðum með háskóla „Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar,“ segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir 17. júlí 2008 16:40 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Við ætluðum helst ekki að svara þessari grein í Morgunblaðinu vegna þess að það er svo mikið af staðreyndavillum og rangfærslum í henni að það er ekki svaravert," sagði Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, um grein Hildar Evlalíu Unnarsdóttur, „Virkjun, álver og hvað svo?" sem Vísir fjallaði meðal annars um í gær í viðtali við Hildi. „Ef það sem kemur fram hjá þessari stúlku eru ekki helber ósannindi þá er það verulega fært í stílinn," sagði Eiríkur og bætti því við að málflutningur Hildar væri allur litaður af því að hún væri yfirlýstur andstæðingur stóriðju á Austurlandi. „Íbúum hér hefur fjölgað um 900 síðastliðin fjögur ár. Þessu hafa fylgt ný atvinnutækifæri og ný störf, bæði í tæknigeiranum og verslun og þjónustu, ekki bara í álverinu. Um fjórðungur starfsmanna álversins býr á Fljótsdalshéraði, það eru opinberar tölur, og það er nú allur fjöldinn. Þau störf sem hafa því orðið til hér á svæðinu eru ekki öll í álveri eða virkjun," sagði Eiríkur enn fremur og sneri talinu því næst að ummælum Hildar um að bjarga Egilsstöðum með háskóla. Tvö hundruð í háskólanámi „Ég held hún ætti að kynna sér þessi mál betur áður en hún fer í loftið með eitthvað svona. Við höfum síðan 2001 verið í viðræðum við menntamálaráðuneytið um uppbyggingu háskólanáms hér á Austurlandi og háskólanám er stundað héðan frá Egilsstöðum. Um 100 nemendur stunda háskólanám héðan frá Héraði og um 200 á Austurlandi öllu," útskýrði Eiríkur og sagði frá uppbyggingu þekkingarseturs sem væri samvinnuverkefni háskólanna í landinni og atvinnulífsins. Engin þörf væri því á að koma upp háskóla á Eiðum þegar háskólanám væri stundað í Þekkingarneti Austurlands á Egilsstöðum. Eiríkur sagði enn fremur frá því að tveir væru á atvinnuleysisskrá á Héraði og væru það nýjustu tölur frá svæðisvinnumiðluninni. Á öllu Austurlandi væru 34 á atvinnuleysisskrá. Orð Hildar um fjöldaatvinnuleysi ættu því ekki við rök að styðjast. Um fjölda óseldra fasteigna sagði Eiríkur að skipulagðar hefðu verið íbúðaeiningar fyrir um 400 íbúa í kringum þá uppbyggingu sem átt hefði sér stað. „Langstærstur hluti þessara eigna er byggður og búið í þeim. Í fyrsta skipti í mörg ár er orðinn hér virkur leigumarkaður. Vissulega stendur hér eitthvað af lausu húsnæði eins og mjög víða annars staðar á landinu," sagði Eiríkur. „Ég er til dæmis með mitt hús á sölu og það er bara vegna þess að ég þarf að stækka við mig. Fjöldi aðila hér er að selja húsnæði vegna þess að sem betur fer er hér virkur fasteignamarkaður eins og annars staðar á landinu," sagði hann enn fremur. Blómlegt leikhúslíf „Aldrei hefur verið eins blómlegt leikhúslíf hérna á Héraði og núna og við erum með eitt af fáum atvinnleikfélögum á landinu auk áhugamannaleikfélags," segir Eiríkur og vísar þar til þeirra orða Hildar að leikfélögin á staðnum væru á vergangi. „Þetta aðstöðuleysi sem hún er tala um var tímabundið, við erum að tala um viku eða mánuð og nú er búið að bjarga því og leikfélagið hefur mjög góða aðstöðu," áréttaði Eiríkur. Að lokum vék hann að því er Hildur lét í veðri vaka að neikvæðni og almenn óánægja væri ríkjandi á Egilsstöðum. „Auðvitað eru einhverjir óánægðir og hafa verið meðal annars vegna virkjanaframkvæmdanna en mikill meirihluti þess fólks sem ég hitti og fólk sem býr hérna er almennt mjög bjartsýnt og jákvætt." Eiríkur vekur athygli á því að árið 2002 fæddist 31 barn á Héraði en 62 árið 2006 og 50 árið 2007. „Ef þetta er ekki jákvæðni og bjartsýni hvað þá," segir hann.
Tengdar fréttir Segir ummæli um Malarvinnsluna á Egilsstöðum helber ósannindi „Þetta eru helber ósannindi sem gera ekkert annað en að skaða okkur,“ sagði Lúðvík Friðriksson, framkvæmdastjóri Malarvinnslunnar á Egilsstöðum, sem hafði samband við ritstjórn Vísis og kvaðst verulega ósáttur við ummæli Hildar Evlalíu Unnarsdóttur í viðtali við Vísi í gær 18. júlí 2008 09:23 Vill bjarga Egilsstöðum með háskóla „Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar,“ segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir 17. júlí 2008 16:40 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Segir ummæli um Malarvinnsluna á Egilsstöðum helber ósannindi „Þetta eru helber ósannindi sem gera ekkert annað en að skaða okkur,“ sagði Lúðvík Friðriksson, framkvæmdastjóri Malarvinnslunnar á Egilsstöðum, sem hafði samband við ritstjórn Vísis og kvaðst verulega ósáttur við ummæli Hildar Evlalíu Unnarsdóttur í viðtali við Vísi í gær 18. júlí 2008 09:23
Vill bjarga Egilsstöðum með háskóla „Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar,“ segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir 17. júlí 2008 16:40
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels