Jákvæðni og bjartsýni á Fljótsdalshéraði, segir bæjarstjóri Atli Steinn Guðmundsson skrifar 18. júlí 2008 12:08 Eiríkur Björgvinsson. „Við ætluðum helst ekki að svara þessari grein í Morgunblaðinu vegna þess að það er svo mikið af staðreyndavillum og rangfærslum í henni að það er ekki svaravert," sagði Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, um grein Hildar Evlalíu Unnarsdóttur, „Virkjun, álver og hvað svo?" sem Vísir fjallaði meðal annars um í gær í viðtali við Hildi. „Ef það sem kemur fram hjá þessari stúlku eru ekki helber ósannindi þá er það verulega fært í stílinn," sagði Eiríkur og bætti því við að málflutningur Hildar væri allur litaður af því að hún væri yfirlýstur andstæðingur stóriðju á Austurlandi. „Íbúum hér hefur fjölgað um 900 síðastliðin fjögur ár. Þessu hafa fylgt ný atvinnutækifæri og ný störf, bæði í tæknigeiranum og verslun og þjónustu, ekki bara í álverinu. Um fjórðungur starfsmanna álversins býr á Fljótsdalshéraði, það eru opinberar tölur, og það er nú allur fjöldinn. Þau störf sem hafa því orðið til hér á svæðinu eru ekki öll í álveri eða virkjun," sagði Eiríkur enn fremur og sneri talinu því næst að ummælum Hildar um að bjarga Egilsstöðum með háskóla. Tvö hundruð í háskólanámi „Ég held hún ætti að kynna sér þessi mál betur áður en hún fer í loftið með eitthvað svona. Við höfum síðan 2001 verið í viðræðum við menntamálaráðuneytið um uppbyggingu háskólanáms hér á Austurlandi og háskólanám er stundað héðan frá Egilsstöðum. Um 100 nemendur stunda háskólanám héðan frá Héraði og um 200 á Austurlandi öllu," útskýrði Eiríkur og sagði frá uppbyggingu þekkingarseturs sem væri samvinnuverkefni háskólanna í landinni og atvinnulífsins. Engin þörf væri því á að koma upp háskóla á Eiðum þegar háskólanám væri stundað í Þekkingarneti Austurlands á Egilsstöðum. Eiríkur sagði enn fremur frá því að tveir væru á atvinnuleysisskrá á Héraði og væru það nýjustu tölur frá svæðisvinnumiðluninni. Á öllu Austurlandi væru 34 á atvinnuleysisskrá. Orð Hildar um fjöldaatvinnuleysi ættu því ekki við rök að styðjast. Um fjölda óseldra fasteigna sagði Eiríkur að skipulagðar hefðu verið íbúðaeiningar fyrir um 400 íbúa í kringum þá uppbyggingu sem átt hefði sér stað. „Langstærstur hluti þessara eigna er byggður og búið í þeim. Í fyrsta skipti í mörg ár er orðinn hér virkur leigumarkaður. Vissulega stendur hér eitthvað af lausu húsnæði eins og mjög víða annars staðar á landinu," sagði Eiríkur. „Ég er til dæmis með mitt hús á sölu og það er bara vegna þess að ég þarf að stækka við mig. Fjöldi aðila hér er að selja húsnæði vegna þess að sem betur fer er hér virkur fasteignamarkaður eins og annars staðar á landinu," sagði hann enn fremur. Blómlegt leikhúslíf „Aldrei hefur verið eins blómlegt leikhúslíf hérna á Héraði og núna og við erum með eitt af fáum atvinnleikfélögum á landinu auk áhugamannaleikfélags," segir Eiríkur og vísar þar til þeirra orða Hildar að leikfélögin á staðnum væru á vergangi. „Þetta aðstöðuleysi sem hún er tala um var tímabundið, við erum að tala um viku eða mánuð og nú er búið að bjarga því og leikfélagið hefur mjög góða aðstöðu," áréttaði Eiríkur. Að lokum vék hann að því er Hildur lét í veðri vaka að neikvæðni og almenn óánægja væri ríkjandi á Egilsstöðum. „Auðvitað eru einhverjir óánægðir og hafa verið meðal annars vegna virkjanaframkvæmdanna en mikill meirihluti þess fólks sem ég hitti og fólk sem býr hérna er almennt mjög bjartsýnt og jákvætt." Eiríkur vekur athygli á því að árið 2002 fæddist 31 barn á Héraði en 62 árið 2006 og 50 árið 2007. „Ef þetta er ekki jákvæðni og bjartsýni hvað þá," segir hann. Tengdar fréttir Segir ummæli um Malarvinnsluna á Egilsstöðum helber ósannindi „Þetta eru helber ósannindi sem gera ekkert annað en að skaða okkur,“ sagði Lúðvík Friðriksson, framkvæmdastjóri Malarvinnslunnar á Egilsstöðum, sem hafði samband við ritstjórn Vísis og kvaðst verulega ósáttur við ummæli Hildar Evlalíu Unnarsdóttur í viðtali við Vísi í gær 18. júlí 2008 09:23 Vill bjarga Egilsstöðum með háskóla „Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar,“ segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir 17. júlí 2008 16:40 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Sjá meira
„Við ætluðum helst ekki að svara þessari grein í Morgunblaðinu vegna þess að það er svo mikið af staðreyndavillum og rangfærslum í henni að það er ekki svaravert," sagði Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, um grein Hildar Evlalíu Unnarsdóttur, „Virkjun, álver og hvað svo?" sem Vísir fjallaði meðal annars um í gær í viðtali við Hildi. „Ef það sem kemur fram hjá þessari stúlku eru ekki helber ósannindi þá er það verulega fært í stílinn," sagði Eiríkur og bætti því við að málflutningur Hildar væri allur litaður af því að hún væri yfirlýstur andstæðingur stóriðju á Austurlandi. „Íbúum hér hefur fjölgað um 900 síðastliðin fjögur ár. Þessu hafa fylgt ný atvinnutækifæri og ný störf, bæði í tæknigeiranum og verslun og þjónustu, ekki bara í álverinu. Um fjórðungur starfsmanna álversins býr á Fljótsdalshéraði, það eru opinberar tölur, og það er nú allur fjöldinn. Þau störf sem hafa því orðið til hér á svæðinu eru ekki öll í álveri eða virkjun," sagði Eiríkur enn fremur og sneri talinu því næst að ummælum Hildar um að bjarga Egilsstöðum með háskóla. Tvö hundruð í háskólanámi „Ég held hún ætti að kynna sér þessi mál betur áður en hún fer í loftið með eitthvað svona. Við höfum síðan 2001 verið í viðræðum við menntamálaráðuneytið um uppbyggingu háskólanáms hér á Austurlandi og háskólanám er stundað héðan frá Egilsstöðum. Um 100 nemendur stunda háskólanám héðan frá Héraði og um 200 á Austurlandi öllu," útskýrði Eiríkur og sagði frá uppbyggingu þekkingarseturs sem væri samvinnuverkefni háskólanna í landinni og atvinnulífsins. Engin þörf væri því á að koma upp háskóla á Eiðum þegar háskólanám væri stundað í Þekkingarneti Austurlands á Egilsstöðum. Eiríkur sagði enn fremur frá því að tveir væru á atvinnuleysisskrá á Héraði og væru það nýjustu tölur frá svæðisvinnumiðluninni. Á öllu Austurlandi væru 34 á atvinnuleysisskrá. Orð Hildar um fjöldaatvinnuleysi ættu því ekki við rök að styðjast. Um fjölda óseldra fasteigna sagði Eiríkur að skipulagðar hefðu verið íbúðaeiningar fyrir um 400 íbúa í kringum þá uppbyggingu sem átt hefði sér stað. „Langstærstur hluti þessara eigna er byggður og búið í þeim. Í fyrsta skipti í mörg ár er orðinn hér virkur leigumarkaður. Vissulega stendur hér eitthvað af lausu húsnæði eins og mjög víða annars staðar á landinu," sagði Eiríkur. „Ég er til dæmis með mitt hús á sölu og það er bara vegna þess að ég þarf að stækka við mig. Fjöldi aðila hér er að selja húsnæði vegna þess að sem betur fer er hér virkur fasteignamarkaður eins og annars staðar á landinu," sagði hann enn fremur. Blómlegt leikhúslíf „Aldrei hefur verið eins blómlegt leikhúslíf hérna á Héraði og núna og við erum með eitt af fáum atvinnleikfélögum á landinu auk áhugamannaleikfélags," segir Eiríkur og vísar þar til þeirra orða Hildar að leikfélögin á staðnum væru á vergangi. „Þetta aðstöðuleysi sem hún er tala um var tímabundið, við erum að tala um viku eða mánuð og nú er búið að bjarga því og leikfélagið hefur mjög góða aðstöðu," áréttaði Eiríkur. Að lokum vék hann að því er Hildur lét í veðri vaka að neikvæðni og almenn óánægja væri ríkjandi á Egilsstöðum. „Auðvitað eru einhverjir óánægðir og hafa verið meðal annars vegna virkjanaframkvæmdanna en mikill meirihluti þess fólks sem ég hitti og fólk sem býr hérna er almennt mjög bjartsýnt og jákvætt." Eiríkur vekur athygli á því að árið 2002 fæddist 31 barn á Héraði en 62 árið 2006 og 50 árið 2007. „Ef þetta er ekki jákvæðni og bjartsýni hvað þá," segir hann.
Tengdar fréttir Segir ummæli um Malarvinnsluna á Egilsstöðum helber ósannindi „Þetta eru helber ósannindi sem gera ekkert annað en að skaða okkur,“ sagði Lúðvík Friðriksson, framkvæmdastjóri Malarvinnslunnar á Egilsstöðum, sem hafði samband við ritstjórn Vísis og kvaðst verulega ósáttur við ummæli Hildar Evlalíu Unnarsdóttur í viðtali við Vísi í gær 18. júlí 2008 09:23 Vill bjarga Egilsstöðum með háskóla „Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar,“ segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir 17. júlí 2008 16:40 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Sjá meira
Segir ummæli um Malarvinnsluna á Egilsstöðum helber ósannindi „Þetta eru helber ósannindi sem gera ekkert annað en að skaða okkur,“ sagði Lúðvík Friðriksson, framkvæmdastjóri Malarvinnslunnar á Egilsstöðum, sem hafði samband við ritstjórn Vísis og kvaðst verulega ósáttur við ummæli Hildar Evlalíu Unnarsdóttur í viðtali við Vísi í gær 18. júlí 2008 09:23
Vill bjarga Egilsstöðum með háskóla „Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar,“ segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir 17. júlí 2008 16:40