Vill bjarga Egilsstöðum með háskóla Atli Steinn Guðmundsson skrifar 17. júlí 2008 16:40 Algeng sjón á Egilsstöðum en myndin var tekin þar fyrir stuttu. MYND/Björgvin Hilmarsson „Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar," segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir, söngnemi frá Egilsstöðum, sem reyndar er flutt búferlum og býr nú á Stokkseyri. Hildur er ómyrk í máli þegar hún ræðir um þróunina á Austurlandi en í grein sem hún ritaði í Morgunblaðið 2. júlí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Virkjun, álver og hvað svo?" segir hún þær áætlanir að bjarga Austurlandi með álveri og virkjun ekki hafa gengið sem skyldi. Í greininni segir Hildur 335 íbúðir hafa verið til sölu á Egilsstöðum og nágrenni, þar af 200 glænýjar sem staðið hafi auðar síðan þær voru byggðar. Könnun blaðamanns sem fram fór í dag leiddi í ljós að 325 fasteignir eru til sölu á þessu sama svæði en gerður er fyrirvari um að einhverjar kunni að vera á sölu hjá fleiri en einum fasteignasala og birtist því ef til vill oftar en einu sinni á fasteignavefnum. Þá er ekki gerður greinarmunur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í leitinni. Í grein sinni vísar Hildur til þess að eingöngu tvær auglýsingar um atvinnu á þessu svæði hafi fundist á Netinu, annars vegar hafi verið auglýst eftir nokkrum framhaldsskólakennurum og hins vegar starfsfólki í álverið. Þegar þessi frétt er rituð kemur upp ein atvinnuauglýsing sem kallar eftir verkefnastjóra Þekkingarnets Austurlands.Fólk fúlt og reittHildur Evlalía Unnarsdóttir„Ég sé fram á alla vega tíu ára aðlögunartíma fyrir sveitarfélagið til að rísa upp úr þessu, fá fólk aftur og skapa á ný almennan vinnumarkað annan en álverið," segir Hildur.„Ég myndi vilja sjá almennilegt menningarhúsnæði. Bærinn er búinn að kaupa gamla sláturhúsið hérna og er að breyta því í menningarhús. Minjasafn Austurlands og bókasafnið eru í húsnæði hér sem á eftir að klára og samkvæmt teikningu er þar gert ráð fyrir 300 manna leikhúsi sem ráðgert var þegar Björn Bjarnason var menntamálaráðherra. Þá fór hann um landið og skrifaði undir samninga við bæjarfélög um að þau rækju vissa menningarstarfsemi á hverjum stað og á Egilsstöðum átti að vera leikhúsmenning," segir hún enn fremur.Hildur lætur ekki staðar numið að þessu sögðu heldur segist einnig vilja sjá bragarbót á heilbrigðisþjónustu landshlutans, til dæmis með því að færa Fjórðungssjúkrahúsið á Austurlandi frá Neskaupstað til Egilsstaða en eina fæðingardeildin á Austurlandi sé á sjúkrahúsinu.„Fólk er ósátt við ástandið, þegar ég kom hérna í vetur voru allir eiginlega bara fúlir og reiðir. Margir voru að missa vinnuna og fyrirtæki að fara á hausinn. Malarvinnslan, sem er helsti byggingaraðilinn að öllum þessum nýju húsum hérna, stendur mjög höllum fæti enda selst lítið af því húsnæði sem þeir hafa verið að byggja," segir Hildur.Hún segir ferjuna Norrænu vissulega sigla til Seyðisfjarðar en umferð frá henni fari bara beint í gegnum Egilsstaði án þess að stoppa þar að ráði.„Ég vona að reynt verði að byggja upp sterkt samfélag hérna," eru lokaorð Hildar sem var stödd á Egilsstöðum þegar blaðamaður náði tali af henni en hún er sem fyrr segir flutt til Stokkseyrar. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar," segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir, söngnemi frá Egilsstöðum, sem reyndar er flutt búferlum og býr nú á Stokkseyri. Hildur er ómyrk í máli þegar hún ræðir um þróunina á Austurlandi en í grein sem hún ritaði í Morgunblaðið 2. júlí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Virkjun, álver og hvað svo?" segir hún þær áætlanir að bjarga Austurlandi með álveri og virkjun ekki hafa gengið sem skyldi. Í greininni segir Hildur 335 íbúðir hafa verið til sölu á Egilsstöðum og nágrenni, þar af 200 glænýjar sem staðið hafi auðar síðan þær voru byggðar. Könnun blaðamanns sem fram fór í dag leiddi í ljós að 325 fasteignir eru til sölu á þessu sama svæði en gerður er fyrirvari um að einhverjar kunni að vera á sölu hjá fleiri en einum fasteignasala og birtist því ef til vill oftar en einu sinni á fasteignavefnum. Þá er ekki gerður greinarmunur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í leitinni. Í grein sinni vísar Hildur til þess að eingöngu tvær auglýsingar um atvinnu á þessu svæði hafi fundist á Netinu, annars vegar hafi verið auglýst eftir nokkrum framhaldsskólakennurum og hins vegar starfsfólki í álverið. Þegar þessi frétt er rituð kemur upp ein atvinnuauglýsing sem kallar eftir verkefnastjóra Þekkingarnets Austurlands.Fólk fúlt og reittHildur Evlalía Unnarsdóttir„Ég sé fram á alla vega tíu ára aðlögunartíma fyrir sveitarfélagið til að rísa upp úr þessu, fá fólk aftur og skapa á ný almennan vinnumarkað annan en álverið," segir Hildur.„Ég myndi vilja sjá almennilegt menningarhúsnæði. Bærinn er búinn að kaupa gamla sláturhúsið hérna og er að breyta því í menningarhús. Minjasafn Austurlands og bókasafnið eru í húsnæði hér sem á eftir að klára og samkvæmt teikningu er þar gert ráð fyrir 300 manna leikhúsi sem ráðgert var þegar Björn Bjarnason var menntamálaráðherra. Þá fór hann um landið og skrifaði undir samninga við bæjarfélög um að þau rækju vissa menningarstarfsemi á hverjum stað og á Egilsstöðum átti að vera leikhúsmenning," segir hún enn fremur.Hildur lætur ekki staðar numið að þessu sögðu heldur segist einnig vilja sjá bragarbót á heilbrigðisþjónustu landshlutans, til dæmis með því að færa Fjórðungssjúkrahúsið á Austurlandi frá Neskaupstað til Egilsstaða en eina fæðingardeildin á Austurlandi sé á sjúkrahúsinu.„Fólk er ósátt við ástandið, þegar ég kom hérna í vetur voru allir eiginlega bara fúlir og reiðir. Margir voru að missa vinnuna og fyrirtæki að fara á hausinn. Malarvinnslan, sem er helsti byggingaraðilinn að öllum þessum nýju húsum hérna, stendur mjög höllum fæti enda selst lítið af því húsnæði sem þeir hafa verið að byggja," segir Hildur.Hún segir ferjuna Norrænu vissulega sigla til Seyðisfjarðar en umferð frá henni fari bara beint í gegnum Egilsstaði án þess að stoppa þar að ráði.„Ég vona að reynt verði að byggja upp sterkt samfélag hérna," eru lokaorð Hildar sem var stödd á Egilsstöðum þegar blaðamaður náði tali af henni en hún er sem fyrr segir flutt til Stokkseyrar.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira