Innlent

Segir ummæli um Malarvinnsluna á Egilsstöðum helber ósannindi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Framkvæmdir við nýjan grunnskóla á Egilsstöðum í fullum gangi hjá Malarvinnslunni.
Framkvæmdir við nýjan grunnskóla á Egilsstöðum í fullum gangi hjá Malarvinnslunni. MYND/Af heimasíðu Malarvinnslunnar

„Þetta eru helber ósannindi sem gera ekkert annað en að skaða okkur," sagði Lúðvík Friðriksson, framkvæmdastjóri Malarvinnslunnar á Egilsstöðum, sem hafði samband við ritstjórn Vísis og kvaðst verulega ósáttur við ummæli Hildar Evlalíu Unnarsdóttur í viðtali við Vísi í gær þar sem hún ræddi um ástandið á Egilsstöðum og sagði þar meðal annars að Malarvinnslan stæði höllum fæti.

Þessu vísar Lúðvík alfarið á bug og segir rekstur fyrirtækisins með hinum mesta blóma, verkefnastaðan sé eins góð og frekast geti orðið. „Við erum að malbika og klæða vegi hérna fyrir fimm til sex hundruð milljónir og ég er með 120 manns í vinnu," sagði Lúðvík og bætti því við að hann furðaði sig mjög á ummælum Hildar.

„Ég sætti mig alls ekki við svona ósannindi," sagði Lúðvík enn fremur og benti á að auk umfangsmikilla vegaframkvæmda væri Malarvinnslan að byggja Egilsstaðaskóla sem ráðgert væri að taka í notkun haustið 2009 og sú framkvæmd gengi öll að óskum sem frekast mætti vera.

„Ég þekki þessa manneskju ekki neitt og hef aldrei séð hana og hef ekkert annað að segja um það sem hún segir í þessari grein en þetta eru bara hrein ósannindi," sagði Lúðvík að lokum.

Fréttina sem birtist á Vísi í gær má lesa með því að smella á hlekkinn hér að neðan.








Tengdar fréttir

Vill bjarga Egilsstöðum með háskóla

„Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar,“ segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×