Erlent

Kviðdómurinn í Færeyjum situr enn á rökstólum

Óli Tynes skrifar
Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum.

Kviðdómurinn í máli Birgis Páls Marteinssonar situr enn á rökstólum við að ákveða sekt hans eða sýknu. Kviðdómurinn lokaði sig inn klukkan tólf á hádegi. Hann hefur því setið í tæpa fimm tíma.

Færeyskur blaðamaður sem Vísir talaði við fyrir stundu sagði að þessi langa seta benti til þess að kviðdómurinn væri ekki sammála um niðurstöðuna. Tólf manns eru í kviðdóminum og átta af þeim tólf verða að ná samkomulagi til þess að niðurstaðan sé gild.

Saksóknarinn krefst þess að Birgir Páll verði dæmdur til þyngstu mögulegu refsingar. Hún er allt að fjórtán ára fangelsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×