Erlent

Skólatelpur hylla Saddam á afmælisdaginn

Óli Tynes skrifar

Hundruðum skólastúlkna var í dag safnað saman í grafhýsi Saddams Hussein í tilefni af afmælisdegi hans.

Saddam fæddist í bænum Awja þann 28. apríl árið 1937. Saddam er hataður víðast hvar í Írak, en í heimahéraðinu Salahuddin er hann enn dýrkaður. Sérstaklega meðal súnní múslima.

Telpurnar komu inn í grafhýsið með stóran borða þar sem á var letrað; "Við munum ekki gleyma þér, Saddam pabbi." Þær kysstu gröf hans og hrópuðu einum rómi; "Bush, Bush, óþverrinn þinn. Blóð Saddams er ekki ódýrt."

Margar telpnanna grétu þegar þær hrópuðu; "Það er tvennt sem við gefum aldrei frá okkur; Saddam og Írak."

Faten Abdel Qader var einn þeirra sem skipulögðu minningarathöfnina. Hann sagði að arfleifð Saddams væri minningin um frið.

"Börnin sem ólust upp meðan þessi maður stjórnaði bjuggu við öryggi. Þeau vissu ekkert um morð, ofbeldi og flokkadrætti. Írösk kona gat borið höfuðið hátt."Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.