Margrét Lára: Ætlum að ná árangri á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2008 21:12 Það er allt í lagi með völlinn! Margrét Lára fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark í 3-0 sigri Íslands á Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld en með sigrinum tryggði Ísland sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. „Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem ég upplifi nú," sagði Margrét Lára við Vísi eftir leik. „Þetta er bara frábært. Frábært fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og ekki síst fyrir okkur leikmenn sem hafa verið að standa í þessu allan þennan tíma." Margrét Lára var mjög svekkt eftir að Ísland tapaði ytra fyrir Frökkum í lokaleik riðlakeppninnar en hún sagðist aldrei hafa misst trúna. „Ég sagði strax eftir Frakkaleikinn að ég vorkenndi því liði sem þyrfti að mæta okkur hér á Laugardalsvelli og fá eitthvað úr leiknum. Við keyrðum bara yfir Írana í kvöld. Aðstæður voru vissulega slæmar en fótbolti er bara fótbolti og við vorum miklu betri í dag." „Við vorum aldrei hræddar fyrir þetta verkefni. Það er bara ekki hægt að vinna okkur á Laugardalsvelli. Við erum með frábært lið og eigum svo sannarlega skilið að fara á EM. Nú þurfum við að taka höndum saman, æfa vel og koma sterkar til leiks í Finnlandi." Hún neitaði því þó ekki að það hafi verið erfitt að spila knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. „Það var erfitt bara að standa í lappirnar en við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Við fórum jákvæðar inn í þennan leik og enginn, hvorki leikmenn né aðrir í kringum liðið sem kvörtuðu. Írarnir voru hins vegar sínöldrandi í kvöld." Leikurinn í kvöld átti sér langan aðdraganda og mátti heyra á Margréti Láru að hún trúði varla að markmiðinu væri loksins náð. „Þetta er búið að vera tveggja ára ferli og liðið hefur mikið breyst. Sumir hafa hætt og aðrir komið inn. Það eru margir sem hafa tekið þátt í þessu en það eru stundir sem þessar sem gera það þess virði að vera í fótbolta." Margrét Lára segir ljóst að Ísland ætlar sér ekki að vera farþegi í Finnlandi. „Við ætlum ekki að fara þangað til að vera bara með. Við ætlum þangað til að ná árangri." Fótbolti Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57 Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark í 3-0 sigri Íslands á Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld en með sigrinum tryggði Ísland sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. „Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem ég upplifi nú," sagði Margrét Lára við Vísi eftir leik. „Þetta er bara frábært. Frábært fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og ekki síst fyrir okkur leikmenn sem hafa verið að standa í þessu allan þennan tíma." Margrét Lára var mjög svekkt eftir að Ísland tapaði ytra fyrir Frökkum í lokaleik riðlakeppninnar en hún sagðist aldrei hafa misst trúna. „Ég sagði strax eftir Frakkaleikinn að ég vorkenndi því liði sem þyrfti að mæta okkur hér á Laugardalsvelli og fá eitthvað úr leiknum. Við keyrðum bara yfir Írana í kvöld. Aðstæður voru vissulega slæmar en fótbolti er bara fótbolti og við vorum miklu betri í dag." „Við vorum aldrei hræddar fyrir þetta verkefni. Það er bara ekki hægt að vinna okkur á Laugardalsvelli. Við erum með frábært lið og eigum svo sannarlega skilið að fara á EM. Nú þurfum við að taka höndum saman, æfa vel og koma sterkar til leiks í Finnlandi." Hún neitaði því þó ekki að það hafi verið erfitt að spila knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. „Það var erfitt bara að standa í lappirnar en við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Við fórum jákvæðar inn í þennan leik og enginn, hvorki leikmenn né aðrir í kringum liðið sem kvörtuðu. Írarnir voru hins vegar sínöldrandi í kvöld." Leikurinn í kvöld átti sér langan aðdraganda og mátti heyra á Margréti Láru að hún trúði varla að markmiðinu væri loksins náð. „Þetta er búið að vera tveggja ára ferli og liðið hefur mikið breyst. Sumir hafa hætt og aðrir komið inn. Það eru margir sem hafa tekið þátt í þessu en það eru stundir sem þessar sem gera það þess virði að vera í fótbolta." Margrét Lára segir ljóst að Ísland ætlar sér ekki að vera farþegi í Finnlandi. „Við ætlum ekki að fara þangað til að vera bara með. Við ætlum þangað til að ná árangri."
Fótbolti Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57 Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57
Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33