Margrét Lára: Ætlum að ná árangri á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2008 21:12 Það er allt í lagi með völlinn! Margrét Lára fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark í 3-0 sigri Íslands á Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld en með sigrinum tryggði Ísland sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. „Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem ég upplifi nú," sagði Margrét Lára við Vísi eftir leik. „Þetta er bara frábært. Frábært fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og ekki síst fyrir okkur leikmenn sem hafa verið að standa í þessu allan þennan tíma." Margrét Lára var mjög svekkt eftir að Ísland tapaði ytra fyrir Frökkum í lokaleik riðlakeppninnar en hún sagðist aldrei hafa misst trúna. „Ég sagði strax eftir Frakkaleikinn að ég vorkenndi því liði sem þyrfti að mæta okkur hér á Laugardalsvelli og fá eitthvað úr leiknum. Við keyrðum bara yfir Írana í kvöld. Aðstæður voru vissulega slæmar en fótbolti er bara fótbolti og við vorum miklu betri í dag." „Við vorum aldrei hræddar fyrir þetta verkefni. Það er bara ekki hægt að vinna okkur á Laugardalsvelli. Við erum með frábært lið og eigum svo sannarlega skilið að fara á EM. Nú þurfum við að taka höndum saman, æfa vel og koma sterkar til leiks í Finnlandi." Hún neitaði því þó ekki að það hafi verið erfitt að spila knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. „Það var erfitt bara að standa í lappirnar en við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Við fórum jákvæðar inn í þennan leik og enginn, hvorki leikmenn né aðrir í kringum liðið sem kvörtuðu. Írarnir voru hins vegar sínöldrandi í kvöld." Leikurinn í kvöld átti sér langan aðdraganda og mátti heyra á Margréti Láru að hún trúði varla að markmiðinu væri loksins náð. „Þetta er búið að vera tveggja ára ferli og liðið hefur mikið breyst. Sumir hafa hætt og aðrir komið inn. Það eru margir sem hafa tekið þátt í þessu en það eru stundir sem þessar sem gera það þess virði að vera í fótbolta." Margrét Lára segir ljóst að Ísland ætlar sér ekki að vera farþegi í Finnlandi. „Við ætlum ekki að fara þangað til að vera bara með. Við ætlum þangað til að ná árangri." Fótbolti Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57 Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark í 3-0 sigri Íslands á Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld en með sigrinum tryggði Ísland sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. „Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem ég upplifi nú," sagði Margrét Lára við Vísi eftir leik. „Þetta er bara frábært. Frábært fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og ekki síst fyrir okkur leikmenn sem hafa verið að standa í þessu allan þennan tíma." Margrét Lára var mjög svekkt eftir að Ísland tapaði ytra fyrir Frökkum í lokaleik riðlakeppninnar en hún sagðist aldrei hafa misst trúna. „Ég sagði strax eftir Frakkaleikinn að ég vorkenndi því liði sem þyrfti að mæta okkur hér á Laugardalsvelli og fá eitthvað úr leiknum. Við keyrðum bara yfir Írana í kvöld. Aðstæður voru vissulega slæmar en fótbolti er bara fótbolti og við vorum miklu betri í dag." „Við vorum aldrei hræddar fyrir þetta verkefni. Það er bara ekki hægt að vinna okkur á Laugardalsvelli. Við erum með frábært lið og eigum svo sannarlega skilið að fara á EM. Nú þurfum við að taka höndum saman, æfa vel og koma sterkar til leiks í Finnlandi." Hún neitaði því þó ekki að það hafi verið erfitt að spila knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. „Það var erfitt bara að standa í lappirnar en við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Við fórum jákvæðar inn í þennan leik og enginn, hvorki leikmenn né aðrir í kringum liðið sem kvörtuðu. Írarnir voru hins vegar sínöldrandi í kvöld." Leikurinn í kvöld átti sér langan aðdraganda og mátti heyra á Margréti Láru að hún trúði varla að markmiðinu væri loksins náð. „Þetta er búið að vera tveggja ára ferli og liðið hefur mikið breyst. Sumir hafa hætt og aðrir komið inn. Það eru margir sem hafa tekið þátt í þessu en það eru stundir sem þessar sem gera það þess virði að vera í fótbolta." Margrét Lára segir ljóst að Ísland ætlar sér ekki að vera farþegi í Finnlandi. „Við ætlum ekki að fara þangað til að vera bara með. Við ætlum þangað til að ná árangri."
Fótbolti Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57 Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57
Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33