Fótbolti

Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson fagnar eftir leikinn.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson fagnar eftir leikinn. Mynd/Daníel
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári.

„Ég er skælbrosandi í dag enda frábær árangur," sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi eftir leik. „Þær stóðu sig alveg frábærlega og spiluðu ótrúlegan góðan fótbolta miðað við aðstæður. Þær stóðu sig alveg eins og hetjur."

Sigurður Ragnar tók við landsliðsþjálfarastarfinu í ársbyrjun 2007 og setti sér strax það markmið að koma liðinu á EM. „Ég missti aldrei trúna á þetta og hef aldrei haft meiri trú á verkefninu en nú í dag. Liðið hefur spilað æ betur á þessum tíma og ég efaðist aldrei um að þetta tækist."

„Að baki er mikil vinna, bæði hjá leikmönnum og þjálfarateyminu. Það er mikill heiður að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni og við höfum nú haft tvö ár til að koma okkar hugmyndum að og finnst mér að það hafi komið betur og betur í ljos í leik liðsins. Leikmenn hafa verið móttækilegir fyrir okkar hugmyndum enda afar metnaðurfullur hópur sem stefnir langt og hátt. Kannski að þetta hafi verið fyrsta skrefið að einhverju meira."

Og hann segir að liðinu séu engin takmörk sett. „Við getum endalaust bætt okkur í fótbolta. Ég efast alls ekki um að við eigum erindi í þetta mót enda hefur okkur gengið ágætlega gegn þeim liðum sem við munum mæta á í Finnlandi. Nú tekur undirbúningurinn við og við ætlum okkur að gera góða hluti í Finnlandi."




Tengdar fréttir

Ísland á EM

Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×