Margrét Lára: Ætlum að ná árangri á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2008 21:12 Það er allt í lagi með völlinn! Margrét Lára fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark í 3-0 sigri Íslands á Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld en með sigrinum tryggði Ísland sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. „Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem ég upplifi nú," sagði Margrét Lára við Vísi eftir leik. „Þetta er bara frábært. Frábært fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og ekki síst fyrir okkur leikmenn sem hafa verið að standa í þessu allan þennan tíma." Margrét Lára var mjög svekkt eftir að Ísland tapaði ytra fyrir Frökkum í lokaleik riðlakeppninnar en hún sagðist aldrei hafa misst trúna. „Ég sagði strax eftir Frakkaleikinn að ég vorkenndi því liði sem þyrfti að mæta okkur hér á Laugardalsvelli og fá eitthvað úr leiknum. Við keyrðum bara yfir Írana í kvöld. Aðstæður voru vissulega slæmar en fótbolti er bara fótbolti og við vorum miklu betri í dag." „Við vorum aldrei hræddar fyrir þetta verkefni. Það er bara ekki hægt að vinna okkur á Laugardalsvelli. Við erum með frábært lið og eigum svo sannarlega skilið að fara á EM. Nú þurfum við að taka höndum saman, æfa vel og koma sterkar til leiks í Finnlandi." Hún neitaði því þó ekki að það hafi verið erfitt að spila knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. „Það var erfitt bara að standa í lappirnar en við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Við fórum jákvæðar inn í þennan leik og enginn, hvorki leikmenn né aðrir í kringum liðið sem kvörtuðu. Írarnir voru hins vegar sínöldrandi í kvöld." Leikurinn í kvöld átti sér langan aðdraganda og mátti heyra á Margréti Láru að hún trúði varla að markmiðinu væri loksins náð. „Þetta er búið að vera tveggja ára ferli og liðið hefur mikið breyst. Sumir hafa hætt og aðrir komið inn. Það eru margir sem hafa tekið þátt í þessu en það eru stundir sem þessar sem gera það þess virði að vera í fótbolta." Margrét Lára segir ljóst að Ísland ætlar sér ekki að vera farþegi í Finnlandi. „Við ætlum ekki að fara þangað til að vera bara með. Við ætlum þangað til að ná árangri." Fótbolti Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57 Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark í 3-0 sigri Íslands á Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld en með sigrinum tryggði Ísland sér þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. „Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem ég upplifi nú," sagði Margrét Lára við Vísi eftir leik. „Þetta er bara frábært. Frábært fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og ekki síst fyrir okkur leikmenn sem hafa verið að standa í þessu allan þennan tíma." Margrét Lára var mjög svekkt eftir að Ísland tapaði ytra fyrir Frökkum í lokaleik riðlakeppninnar en hún sagðist aldrei hafa misst trúna. „Ég sagði strax eftir Frakkaleikinn að ég vorkenndi því liði sem þyrfti að mæta okkur hér á Laugardalsvelli og fá eitthvað úr leiknum. Við keyrðum bara yfir Írana í kvöld. Aðstæður voru vissulega slæmar en fótbolti er bara fótbolti og við vorum miklu betri í dag." „Við vorum aldrei hræddar fyrir þetta verkefni. Það er bara ekki hægt að vinna okkur á Laugardalsvelli. Við erum með frábært lið og eigum svo sannarlega skilið að fara á EM. Nú þurfum við að taka höndum saman, æfa vel og koma sterkar til leiks í Finnlandi." Hún neitaði því þó ekki að það hafi verið erfitt að spila knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. „Það var erfitt bara að standa í lappirnar en við vissum að aðstæður yrðu erfiðar. Við fórum jákvæðar inn í þennan leik og enginn, hvorki leikmenn né aðrir í kringum liðið sem kvörtuðu. Írarnir voru hins vegar sínöldrandi í kvöld." Leikurinn í kvöld átti sér langan aðdraganda og mátti heyra á Margréti Láru að hún trúði varla að markmiðinu væri loksins náð. „Þetta er búið að vera tveggja ára ferli og liðið hefur mikið breyst. Sumir hafa hætt og aðrir komið inn. Það eru margir sem hafa tekið þátt í þessu en það eru stundir sem þessar sem gera það þess virði að vera í fótbolta." Margrét Lára segir ljóst að Ísland ætlar sér ekki að vera farþegi í Finnlandi. „Við ætlum ekki að fara þangað til að vera bara með. Við ætlum þangað til að ná árangri."
Fótbolti Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57 Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Sigurður Ragnar: Fyrsta skrefið að einhverju meira Sigurður Ragnar Eyjólfsson var vitanlega hæstánægður með sigur íslenska liðsins á því írska í kvöld en með honum tryggði Ísland sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári. 30. október 2008 20:57
Ísland á EM Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1. 30. október 2008 17:33