Erlent

Ákærður fyrir að misnota vikugamla dóttur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Reginald Davis, 18 ára, er ákærður fyrir að misnota nýfætt barn sitt kynferðislega.
Reginald Davis, 18 ára, er ákærður fyrir að misnota nýfætt barn sitt kynferðislega. MYND/Lögreglan í Forrest City, Arkansas.

Átján ára gamall faðir í Forrest City í Arkansas er í haldi lögreglu og hefur verið ákærður fyrir kynferðislega misnotkun og ofbeldi gegn átta daga gamalli dóttur sinni. Barnið liggur nú á barnaspítalanum í Little Rock í Arkansas meðal annars með alvarlega höfuðáverka.

Rannsókn málsins stendur nú yfir en fyrir liggur að faðirinn veittist að barninu með ofbeldi þar sem hann var staddur í heimsókn hjá móðurinni sem er 15 ára gömul. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var fleira fólk statt í húsinu þegar árásin átti sér stað en aðrir en faðirinn hafa þó ekki verið handteknir.

Maðurinn hefur engan sakaferil frá því hann náði sjálfræðisaldri sem miðast við 18 ár í Arkansas en samkvæmt lögum þar er ríkinu óheimilt að veita fjölmiðlum upplýsingar um sakaferil ólögráða einstaklinga. Sakborningurinn kemur fyrir rétt 17. september til að hlýða á ákæruna.

Eywitness News greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×