Erlent

Munkar mótmæla í Myanmar

Hundruð Búddamunka í Mýanmar, sem áður hét Burma, örkuðu um götur Mandalay í norðurhluta landsins til að mótmæla herstjórninni í landinu. Fleiri en þúsund manns fylgdust með göngunni og sýndu þannig stuðning við munkana.

Sjónarvottur í Mandalay sem kom upplýsingum um mótmælin á framfæri við erlenda fjölmiðla sagði að allt hefði farið friðsamlega fram. Munkar hafa gengið um götur borga Mýanmar síðustu fimm daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×