Erlent

Óttast að McRae hafi látist í þyrluslysi

MYND/AP

Óttast er að Skotinn Colin McRae, fyrrverandi heimsmeistari í rallakstri, hafi farist í þyrluslysi í Skotlandi í gær. Fjórir voru í þyrlunni þegar hún skall til jarðar í skóglendi nærri heimili hans í Lanark.

Þyrlan er í eigu McRae en ekki er vitað með vissu á þessari stundu að hann hafi verið í henni þegar slysið varð. Flakið er illa brunnið og því hefur ekki verið hægt að bera kennsl á þá sem um borð voru. Á ferlinum varð McRae heimsmeistari 1995 og þrívegis í öðru sæti eftir það. Hann vann tuttugu og fimm mót á ferli sínum frá 1987 til 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×